Smá vangaveltur....

Ekkert kerfi er gallalaust og kvótakerfið er það ekki heldur.  Ég hef engar töfralausnir í mínum kolli hvernig á að breyta því, en ég veit að það er ekki auðvelt mál.

En í þessari umræðu velti ég einu fyrir mér.

Það er talað mikið um "sægreifa" og "kvótabraskara" í þessari umræðu og maður fær það á tilfinninguna að allir sem eiga útgerð og draga fisk úr sjó séu ótíndir glæpamenn og óþokkar.

En er það svo???

Lítum aðeins á málið....

Ungur maður sem er af þriðju eða fjórðu kynslóð sjómanna ákveður að fara út í sjómennsku og kaupa sinn eigin bát í árdaga kvótakerfisins, eða í þann mund sem ákveðið var að taka það upp.  gefin var út viðmiðunartími og afli veiddur á þeim tíma átti að ákveða hans hluteild í kvótanum.  Við skulum ekki gleyma því að hvatin að kvótasetningunni var síminnkandi afli og augljóst að það stefndi í hrun fiskistofna með þáverandi kerfi, hvatinn var því göfugur, sama hvað hver segir.

Þessi sami maður fær síðan úthlutuðum kvóta, og hann unnir nokkuð vel við sitt, veiðir sinn kvóta ásamt því að seilast í tegundir sem enn voru ekki komnar í kvóta, til að drýgja tekjurnar.

Tímimnn líður og smá saman byggir þessi sami maður upp sitt fyrirtæki með dugnaði og elju, mörg tækifæri gefast til að auðgast vel á því að selja kvótan og útgerðina en hanns vilji stendur ekki til þess, hann vill vinna við þetta, hefur gaman af því og afkoman er nokkuð góð þó ekki sé hægt að tala um að menn vaði í peningum, en í það minnsta er hann í svipuðum sporum og þeir sem eru ofarlega í millitekjuhóp óslendinga.

Þess má geta hér að margir af samferðarmönnum hans eru hættir og farnir á snemmbúin eftirlaun í boði fjársterkra aðila sem voru í því að auka sinn kvóta með því að kaupa hann.

Enn líður tímin, en nú er svo komið að allar fisktegundir eru konar inn í kvóta og því ekki um það að ræða að drýgja tekjurnar með þessum hætti, ekki dugir þó að gefast upp heldur er ákveðið að bregðast við skerðingu með því að fjáfesta í einhverjum kílóum og halda áfram að róa.

Þegar hér er komið við sögu hefur viðkomandi sjómaður unnið við þetta í rúm 20 ár, afkoman er enn viðunandi, báturinn er nýr og kvótin er nægut til að standa undir þeim fjárfestingum og skulbindingum sem ráðist hefur verið í, hvort sem um er að ræða kvóta eða búnað.

En þá birtist Vinstri stjórn VGSamfylkingar og ákveður að skerða veiðiheimildir hans um 5% á ári og leggur bann við frekari kvótakaupum, og ekki er á hreinu hvernig menn eiga að fá endurúthlutaðar aflaheimildir.

Á 4 árum rýrnar kvótinn um 20% sem þýðir að ekki er hægt að standa í skilum, selja verður bátinn, en ekki fást neinir kaupendur vegna óvissu um framtíð útvegsins, því er aðeins ein leið fær, gjaldþrot.

Þessi saga er kanski óttarleg svartsýni í mér, en ég lít svona á málið:

Það er talað um réttlæti og það eigi að innkalla allar aflaheimildir skilyrðislaust og helst á einni nóttu.  En hvað með menn í sömu sprum og okkar söguhetja hér fyrir ofan, heiðarlega harðvinnandi menn sem eru ekki að hugsa um það að græða sem mest, heldur hugsa um það eitt að byggja upp fyrirtæki sem veitir þeim þak yfir höfuðið og kanski aðeins rúmlega það.

Eigum við einhvern rétt á því að taka þeirra lífsviðurværi af þeim???


mbl.is Allir kallaðir að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir að þessi ágæti útgerðarmaður sem þú sýnir hér að ofan geti ekki haldið áfram útgerð og haft af því þokkalegt lífsviðurværi, þrátt fyrir að kvótinn og þar með óveiddur fiskur í sjónum verði með formlegum hætti eign þjóðarinnar, eins og sagt er á hátíðarstundum. Veit ekki betur en að halda eigi áfram að nýta sjávarstofnana nema Steingr. J. og VG vilji fara eins með þorskinn og hvalina sem synda kringum landið og eru að éta okkur út á gaddinn.  Ef áfram á að nýta það sem hafið gefur þarf útgerðir og sjómenn til að sækja það sem hafið gefur.  Við höfum hins vegar ekkert með kvótagreifa að gera sem telja sig eiga óveidda fiskinn í sjónum og rukka þinn mann um svífirðilegar upphæðir í formi kvótaleigu fyrir það að vilja gera út og sækja í auðlindir hafsins. Þá tel ég vænlegra að útgerðir landsins greiði hóflegt gjald í ríkissjóð fyrir hvert tonn sem þær afla.

Kveðja af landsbyggðinni

G S

G S (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:53

2 identicon

En hvað á fólk eins og mig sem er fæddur 1978 og er að reyna að gera út ekki fæ ég neitt og verð að borga 2 af 3 hlutum í leigu er það sangjarnt eða hvað? ég þarf að borga jafn mikið fyrir bát og þeir sem fengu kvótann en ég þarf samt að borga þeim fyrir að fá að veiða

ívar (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Elías Stefáns.

Hefur þessi ágæti útgerðarmaður sem þú nefnir í dæminu, (sem hefur byggt upp sitt fyrirtæki á gjafakvóta og dugnaði ekki fengið sæmilega gott forskot á þá sem vilja  hefja útgerð, einungis með dugnaðinn í farteskinu?

Kveðja Elías.

Elías Stefáns., 10.5.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Haraldur Pálsson

Þetta er svo hárrétt hjá þér Eiður.

Síðan hefur þessi fyrningaleið þeirra enga lausn að baki. Hver á síðan að fá að leigja ríkisleigukvótann? Það er ekkert búið að pæla í því.. Verður það nóg fyrir fyrirtæki sem eru með þrjár áhafnir og fólk í landi í vinnu til að geta leigt þann afla sem þeir hafa nú áfram frá ríkinu. Það stórlega efast maður um, þannig útgerðir verða að draga saman og enda á endanum í þroti. Þetta gefur auga leið.

Haraldur Pálsson, 10.5.2009 kl. 02:07

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það sem ég er að reyna að benda á að það er ekki til nein töfralausn á þessu kerfi, og það þarf að íhuga öll skref varlega.  Það er talað hér um gjafakvóta, og allir sem stunda útgerð eru nánast fyrirlitnir, og það er ekki rétt að setja alla undir sama hatt hér frekar en annarsstaðar.

Ef kvótin verður innkallaður, hvernig á að úthluta honum??  Verður hann boðin upp eða verður hann seldur á fyrirfram ákveðnu verði??

Það vantar faglegri og vandaðri vinnubrögð í þetta, því að það sér það hver í hendi sér að ef kvótinn er kallaður inn og síðan boðin upp að það verða einungis örfá fyrirtæki sem hefðu efni á því þeigja eða kaupa hann til baka, og sennilega eru það þau sömu fyrirtæki sem braskað hafa mest með kvótan.

Ég vil einnig að það sé skilgreint nákvæmlega hvað er gjafakvóti?? 

Mér sýnist af myndinni af þér Elías að þú sért maður á besta aldri, og afhverju ert þú ekki í útgerð??  Þú gast vel byrjað fyrir daga kvótakerfisins þegar viðmiðunartímabilið var í gangi. hversvegna gerðir þú það ekki??

Á að refsa þeim sem sem ákváðu að fara út í þess atvinnugrein á sínum tíma og eru síðan búnir að fara að lögum í einu og öllu, á að svipta þá lísfsviðurværinu án þess að blikka auga??

Ég er fyrst og fremst  að tala um einyrkja og minni útgerðir ekki þá sem hafa staðið í endalausu braski með aflaheimildir.

Ef þessi ríkisstjórn á að vera sjálfri sér samkvæm, þá hlýtur hún að velta hverju máli fyrir sér, en ekki vera með "einhverja prósentureglu yfir alla, það er ekki sanngjarnt" svo að við notum þeirra eigin orð....

Eiður Ragnarsson, 10.5.2009 kl. 02:44

6 identicon

Ágæti Elías ( ég geri ráð fyrir að þú sért það) Hafði þessi maður  í dæminu hjá Eið eitthvað forskot þó að hann hafi fengið gjafakvóta?

Menn gleyma því oft og kannski viljandi að þegar gjafakvótinn var settur á voru veiðar frjálsar ( á smábátum) að því marki að það mátti ekki veiða um helgar og svo voru stopp á sumrin. Menn veiddu bara eins og þeir gátu.  Svo er kvótinn settur á og hvað þá ?

Ekki mátti veiða nema hluta af því sem veitt var áður, hvernig átti nú að borga af bátnum, endurnýja veiðarfæri og þess háttar.

Þetta var nú allur gjafakvótinn.  En svo verða menn að hagræða og reyna fá sem mest fyrir hvert kíló af fiski með góðri meðferð, reyna komast af með sem minnstan kostnað á veiðarfærum, nota fjölskylduna í vinnu við beitningu og uppstokkun til að geta lifað af fyrstu árin.

Talandi um endurnýjum í greininni.....  Ef mig langaði til að verða bóndi og  þá yrði ég að kaupa jörð (bát) framreiðslurétt(kvóta), tæki og bústofn( veiðarfæri) til að geta starfað sem almennilegur bóndi.  Og hana nú.

Það er ömurlegt hvernig er talað um útgerðarmenn sem ótýnda bófa og ræningja á þessum tíma þegar þjóðin hefur aldrei haft meiri þörf á útflutningi! 

Bryndis H (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:40

7 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Rétt og satt Eiður.

Það er eitt sem þú gerir ekki nógu mikið úr og það er að útgerðarmaðurinn þinn hefur keypt nánast allan kvótann sem hann er að veiða í dag. Kvótaskerðingarnar sem gengið hafa yfir frá upphafi eru svo miklar vegna alls kyns tilfærslna á aflaheimildum milli útgerðaraðila, sveitafélaga (byggðakvóti) og svo verndunar stofna. Allt hefur þetta orðið til þess að útgerðir hafa neyðst til að kaupa kvóta svo áframhaldandi rakstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Sem betur fer fyrir þessa aðila hefur verið hægt að kaupa kvóta. Rangfærslan í því hefur hins vegar verið sú að sá sem vildi ekki veiða sinn kvóta lengur átti ekki að fá að selja hann heldur að skila honum til baka til okkar sem eigum hann. Útgerðarmaðurinn okkar átti svo að kaupa hann af okkur þjóðinni og við áttum allan tímann að vera eigendur og seljendur.

Það er til svo einföld lausn á þessu máli og hún er sú að setja á 100% veiðiskyldu. Ef þú vilt ekki stunda veiðar lengur getur þú selt dallinn og honum fylgir síðan úthlutunin. En sala á kvóta og leiga á kvóta ætti að vera  lögreglumál.

Það væri hins vegar nauðsinlegt að leifa útgerðum að skipta heimildum sín á milli í hagræðingarskini en eingöngu sem vöruskipti, þar mættu peningar ekki koma nærri. 

Magnús Vignir Árnason, 10.5.2009 kl. 09:59

8 identicon

Vel skrifað hjá þér, mér finnst líka alltaf vanta í þessa umræðu hvað menn ætla að gera þegar búið er að innkalla allan kvótann. Ég get ekki séð að menn geti gert út annað en ódýra handfærabáta, ef ætlunin er að bjóða upp kvótann frá ári til árs, eða útdeila 1/3 á núverandi kvótahafa, bjóða 1/3 upp, og láta sveitastjórnirnar útdeila 1/3, guð forði okkur frá þeirri pólitík. Þeir sem eru að gera út frystitogara, ísfisktogara sem tengdir eru fiskvinnslu, og fleiri stærri útgerðir, sem hafa náð sínum eigin sölusamningum, geta engan vegin gert út með einhverju kerfi sem virkar bara frá ári til árs. Ég held að eina leiðin sem er fær í þessu sé að sníða ágalla af núverandi kerfi. 90% af aflaheimildunum sem var úthlutað í upphafi kvótakerfisins hafa skipt um eigendur, þannig að það hefur orðið nýliðun í þessu kerfi. Allar frjálsar krókaveiða í þessu kerfi hafa endað með því að krókasjómenn hafa grenjað út kvóta, og ekki linnt látum fyrr en þeir gátu svo selt hann frá sér. Fara verður mjög varlega í breytingar á þessu kerfi því mjög miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðina. Bestu kveðjur Sigurður

Sigurður Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:08

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill já þér Eiður. Þetta tal um gjafakvóta hefur gengið út í öfgar. Það er hins vegar frekar ömurlegt að sjá menn hlaupa frá þessari atvinnustarfsemi með miljarða í vasanum. Enginn starfskraftur er miljarða virði.

Að öðru: Ég var að skrifa pistill um heimsókn okkar til Alcoa

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 22:08

10 Smámynd: Elías Stefáns.

Heill og sæll, Eiður.
Það er rétt ég er á besta aldri, hef verið það alla mína ævi. Þú spyrð hvers vegna ég hafi ekki farið í útgerð, mitt hafi verið tækifærið! Ekki ertu að ýja að því að skoðanir mínar um kvótamál séu litaðar af öfund? Nei, varla.  Víst hafði ég tækifærin, mig skorti einfaldlega áhuga. Þeim mönnum sem voru í útgerð á þeim tíma  og þeim einum, var úthlutuð heimild til að veiða fiskinn í sjónum, án þess að greiða gjald fyrir.
Af hverju er þessi viðkvæmni þegar talað er um gjafakvóta?
Útgerðarmenn fengu úthlutað kvóta án endurgjalds, sem sagt þeir fengu hann gefins.

Sæl Bryndís H.
Ég teldi það nú ágætis búbót að fá án endurgjalds kvóta, hvort sem er á sjó eða landi. 
Þú svarar þér eiginlega sjálf   “Talandi um endurnýjum í greininni..... “Kveðjur,Elías.

Elías Stefáns., 11.5.2009 kl. 00:47

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæll Eiður

Ágæt saga með söguhetju sem er í miklum minnihluta þegar kemur að kvótaheimildum. Þú veist jafn vel og hver maður að kvótinn er og hefur verið fyrst og fremst notaður til að mynda ímyndaðan pening inni í hagkerfinu, rétt eins og þegar húsnæðisbólan var í gangi. Þá varð til þensla sem styrkti krónuna óeðlilega yfir langt skeið sem orsakar að lokum hrun hennar þegar í ljós kemur að væntingarnar voru út í hött. menn voru farnir að kaupa kvóta fram í tímann á 4000 kr. á meðan kílóverðið var í raun 900 kr. Maður á ekki að vernda rétt þessarar duglegu hetju þinnar með aðgerðaleysi.

Einnig áttu að vita að kerfið var ekki sett á til að vernda fiskistofnana heldur til að skapa þennan gerfiauð úr engu. Leyfa mönnum að setja þjóðina algerlega á hausinn á frekar skömmum tíma eða 15 árum með því að veðsetja auðlindirnar. Þú veist líka ósköp vel að söguhetjan þín sem er til vissulega er í gríðarlegum minnihluta. Þú ert að austan - Hvernig fór kvótakerfið með byggðirnar þarna? Stöðvarfjörð? Hvernig var með strákana hans alla ríka sem seldu kvótann af Eskifirði og ruku til London til að gleyma sér með nokkra milljarða í farteskinu.

Eins og ég segi - Aðgerðaleysi kemur ekki til greina til að vernda einhverja skáldaða hetju. Ef hún á sér stoð í veruleikanum á miklu fremur að bregðast sérstaklega við því. Slóð kvótabraskara er einfalt að rekja. menn sem eru að min/maxa kerfið eins og það heitir í minni iðngrein - XPloiterar. Ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef menn eins og þú sem láta sig málin skipta koma ekki með raunhæfar lausnir sem hafa réttlæti fjöldans að leiðarljósi og leitast fremur við að koma til móts við þá sem verða fyrir óréttlæti við framkvæmd þess. T.d. má ímynda sér að menn sem hafa haft sér þetta til viðurværis á eðlilegan hátt um langan tíma fái undanþágu frá svona aðgerðum. Það er einfalt að sýna fram á það sé svo.

Tökum sem dæmi kvótann í Mjóafirði. Þar var skyldfólk mitt búið að nýta hann sjálft svo áratugum skipti. Ekkert vit í að fjarlægja hann. Nema hvað þau seldu hann til Eskifjarðar áður en til þess kom. Púff! Og svo var hann seldur frá Eskifirði Púff! Frábært fyrir íbúa Eskifjarðar eða hittó.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.5.2009 kl. 19:15

12 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Sæll Rúnar.

Upphaflega takmarkið með mínum pistli var einungis að benda á það að það er ekki til nein ein töfralausn í því að stokka upp kvótakerfið, og það þurfi að taka tillit til margra þátta.  Það eru margir sem stunda útgerð á grunni söguhetjunar hér í mínum pistli, þó vissulega séu þeir í minnihluta, en engu að síður þarf að huga að þeim líka, og ekki ma´gleyma því að líklega hafa um 80% allra veiðiheimilda skipt um eigendur eftir að framsal í kerfinu var leyft og því má velta því fyrir sér hver sé réttur þeirra sem kaupa kvóta í góðri trú.

Í upphafi var kvótakerfið sett á til að vernda fiskistofna, ekki til að búa til einhver loftbóluverðmæti, en eftir að framsalið var leyft þá fór bólan á stað og sumir af þeim sem eru hugmyndasmiðir kvótakerfissins vildu aldrei leyfa framsalið í því formi sem nú er, heldur vildu menn að komið yrði upp skiptimarkaði með veiðiheimildir til að hægt væri að hagræða og sérhæfa.

Varðandi Mjófjarðarkvótan, þá er sennilegt að megnið af honum sé enn á Eskifirði, því Diddi og Elvar tóku ekki með sér kvóta til London heldur peninga sem teknir voru út úr Eskju og fyrirtækið var skuldsett úr hófi fram til að hægt væri að leysa þá út.´

Ég er ekki að segja að það megi ekki gera neitt í þessum málum, en það sem ég vil benda á er það að innköllunarleiðin er sennilega ekki besta lausnin, í það minnsta ekki ein og sér, það þarf miklu fjölbreyttari aðgerðir.

Það hefur t.d. verið bent á það að það mætti byrja á því að setja veiðiskylduna upp í 90% í stað 50% og ef að þú veiðir minna en sem nemur skyldunni, þá verðir þú að skila kvótanum inn, það mætti til dæmis vera fyrsta skrefið að slökkva á því óeðlilega leigubraski sem margir útgerðarmenn stunda, veiða aðeins helming af því sem þeim er úthlutað og leigja hitt á verðum sem eru fyrir utan allt velsæmi.

Það mætti setja á kvótamarkað, sem væri stjórnað af Sjávarútvegsráðaneyti, og það mætti ekki leigja eða selja kvóta nema þar í gegn og það væri fyrirframákveðið hámarksverð fyrir hvoert sem er leigu eða kaup.

Eflaust eru þessar hugmyndir ekki gallaluasar fekar en annað, en það á það sma við hér eins og allstaðar annarsstaðar, að öfgar eru engum til góðs og ekki má setja alla undir sama hatt.

Það er annað varðandi byggðirnar hér fyrir austan og víða annarsstaðar, að kvótinn hefur vissulega sett mark sitt á þær og er það miður, en það er annar áhrifavaldur sem tengist sjávarútvegi sem hefur ekki vegið minna og það er hversu þróuð og afkastamikil bæði skip og landvinnsla er orðin.  Nú afkasta skipin og frysthúsin tíföldu því magni sem þau gerðu áður, með meira en helmingi minni mannskap og því minni vinnu að hafa í kringum sjóinn.  Það hjálpar reyndar ekki mikið ef kvóti hverfur úr plássinu eins og áður hefur verið bent á.

Einnig er sú leið að binda kvóta við byggðarlög ekki gallalaus, það er ekki sjálfgefið að það hreinlega gangi upp þó svo að það væri vonandi raunin, nú felast tækifæri oft í markaðssetnigu og sölu og þar gætu minni einingar átt erfitt  uppdráttar en það þarf ekki að vera algilt.

Sem sé, hér þarf að stíga varlega til jarðar, ekki stökkva inn með offorsi og látum, og hafa í í huga hin góðu gömlu sannindi að í upphafi skyldi endin skoða....

Eiður Ragnarsson, 13.5.2009 kl. 00:25

13 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Og eitt sem ég gleymdi, veiðiskylduna upp í 90% og þessi 10% sem útaf standa, má ekki leigja heldur einungis flytja á milli ára.

Eiður Ragnarsson, 13.5.2009 kl. 00:27

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rúnari finnst skrítið að kvóti kosti 4000 kr á kg. og bendir á að kílóverðið sé í raun 900 kr. Eitthvað er Rúnar að misskilja hlutina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 02:29

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og auðvitað var kvótinn hugsaður sem tæki til sjálfbærrar nýtingar. Margir virðast vera búnir að gleyma því að kvótinn var settur á í ríkisstjórnartíð vinstriflokkanna, ásamt Framsókn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 02:31

16 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Gunnar - Já eigum við ekki að samþykkja að þetta sé vinstrimönnum að kenna að sölsa kvótann undir hægrimennina. Þú mundir þá kannski koma um borð í að gera róttækar umbætur? Ertu dæmigerð flokkstík sem vill ekki leiðrétta hræðilegt kerfi ef þinn flokkur átti hlut í að koma því á eða viltu bæta gallað kerfi sama hver gerði mistökin sem leiddu til þess? Þessu er auðsvarað - Auðvitað viltu innst inni bara gera þetta almennilega, þetta flokkarugl er bara í nefinu á þér. Það sem skiptir máli er að bæta kerfið þjóðinni til hagsbóta. Ég bendi iðulega á þátt hægrimanna + framsóknar, en hef aldrei sagt að vinstrimenn á Íslandi séu saklausir. Frekar hef ég lagt áherslu á það að kerfið í heild - Flokkakerfið á ég við - Er alveg grundvallarvitlaust. Varðandi kvótann, þá var ég ekki að misskilja nokkurn hlut. Ef þú skilur ekki afleiðingar þess að veðsetja kvótann til margra áratuga á verði sem er langt umfram það verð sem raunverulega fæst fyrir hann þá er ekki von að þú skiljir þann hluta efnahagshrunsins sem að því snéri. Ef samfélagið prentar peninga út á verðmæti sem eru svo mun minna virði en spáð var þá verður hrun.

Eiður - That's more like it! Menn þurfa að vera lausnahneigðir á Íslandi í dag. Ég vil leggja áherslu á það eins og áður að kerfinu verði umbylt með hugsjónir réttlætis og jafnt tilkall allra til hans fyrir augum og svona undantekningareinstaklingar eins og þú nefndir verði hannaðir inn í það kerfi.

Þú heldur fast við það að framseljanlegt kvótakerfi hafi verið sett á bara til að vernda fiskistofna en ég bæði man eftir gagnrýninni sem var á þessum tíma, varnaðarorðunum og svo má líka fletta þeim upp í blöðum og ræðum frá þeim tíma. Menn vöruðu við áhrifunum sem þetta gæti haft á byggðirnar og viðkvæði kvótakerfissinna var að "menn munu ekki selja kvótann úr byggðunum" og gerðu ráð fyrir manngæskunni. Þetta minnir alveg makalaust á bankaheimsspeki síðustu tíu ára ekki satt: "Menn munu gæta að sér og eru svo heiðarlegir að þeir munu ekki brjóta siðareglur og jafnvel lög til að græða aur." Haha, ekkert sma fyndið maður!

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.5.2009 kl. 16:00

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu vil ég laga gallað kerfi en ég er ekki sammála því að kerfið sé hræðilegt. Áður en kvótakerfið var sett á af Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Framsókn, þá gat hver sem er veitt og þá var fiskurinn í sjónum, væntanlega í þínum augum, eign þjóðarinnar. En hvernig var raunveruleikinn? Útgerðir börðust víðast hvar í bökkum og afar fá útgerðarfyrirtæki borguðu skatta. Arðurinn til þjóðarbúsins hlýtur að vera mælikvarðinn á raunverulega eign þjóðarinnar, ekki satt? Í dag er arðurinn mun meiri en fyrir daga kvótakerfisins, m.a. vegna framsalsréttarins. Kvótar og hömlur í framleiðslugreinum er ekki bara bundinn við sjávarútveg, eins og þú hlýtur að vita.

Matvælaframleiðsla er háð sömu lögmálum og aðrar atvinnugreinar. Pólitískar úthlutanir eiga ekki að ráða för, heldur markaðurinn og hæfi atvinnurekendanna. Áður fyrr var velþekkt aðferð að afskrifa skuldir bæjarútgerða með "pennastriksaðferðinni" svokölluðu. Viltu það kerfi aftur?

Og að kvótakíló af þorski kosti 4000 kr. en verð á þorskkílóinu á markaði sé 900 kr er ekkert óeðlilegt. Ef þú skilur það ekki þá er mjög djúpt á fattaranum í þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 16:24

18 Smámynd: Offari

Ég man reyndar ekki hvaða flokkar stjórnuðu þegar kvótinn var settur á. Enda tel ég það ekki skipta máli því það var tilgangurinn sem skiptir máli. Samdráttur var í fiskveiðum og draga þurfti úr þeim. Aflinn var fyrirfram ákveðinn og þeir sem voru fyrstir fengu mestan aflan en allt stefndi í atvinnuleysi löngu áður en fiskveiðiárinu lyki.

Kvótinn var því settur á veiðiskipin og miðað við aflareynslu fyrri ára. Með þessu mót gátu útgerðirnar stjórnað hvenær best væri að veiða til að halda landvinsluni gangandi allt árið. Þetta var tilgangurinn enn gallarnir voru margir og því fór mikil handapatavinna í að laga mistökin. Framsal leiga og veðsetning kvótans voru þær leiðir sem valdar voru til að reyna að laga gallana.

Aldrei hefur náðst sátt um þetta kerfi enda kerfið ennþá meingallað. Helsti gallinn er þessi óvissa um eignarréttinn. Þjóðin á kvótann en útgerðirna hafa keypt sér veiðiréttinn. Margir hafa hagnast verulega á braskinu án þess að eigendur kvótans hafi notið góðs af braskinu. Minni útgerðir urðu útundan þegar stærri útgerðir sameinuðust þeim með svipuðum loforðum og Esb lofar ef við göngum í Esb.

Leiðrétting er því nauðsynleg en ég verð víst að viðurkenna að ég veit ekkert frekar en aðrir hvaða leið sé færust og get því ekki gagnrýnt fyrnigarleiðina frekar en aðrar leiðir. En það veit ég þó að það er ekki til nein gallalaus leið út úr þessari vitleysu sem sett var á með góðum tilgangi.

Offari, 13.5.2009 kl. 16:53

19 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það besta sem kvótakerfið hefur leitt af sér er betri umgegni við fiskinn sem landað er, en á móti hefur sennilega aukist brottkastið, þó að það hafi verið til staðar fyrir daga kvótakerfisins.

Það versta sem kvótakerfið hefur leitt af sér er hversu auðvelt það hefur verið að taka óverðskuldaða fjármuni út úr greininni, og það þegar byggðir missa mikið af sínum kvóta eða jafnvel allan kvótan.

Ég man þá tíð að allt snérist um það að landa sem mestum afla, algerlega óháð því hvort að það var hægt að vinna fiskinn, móttakan í frystihúsinu heima var stokkfull af fiski sem var að eyðileggjast, og ef hann varð slæmur var hann bara verkaður í skreið sem skilaði engum arði í raun, þetta var samt í lagi því að það var bara hægt að róa stífar og ná í meiri fisk til að vinna í verðmætari afurðir.  Eftir að kvótin var settur á hætti þetta nær alveg, og menn urðu meðvitaðir um það að fiskurinn væri takmörkuð auðlind sem ekki væri hægt að sækja í endalaust, og til að þetta væri arðbært yrði að ganga vel um það sem að landi kom.

En þá færðist sóunin út á sjó, því að ekki vildu menn landa "einhverju rusli" heldur aðeins úrfalsafla og fiski af "réttri" stærð og tegund.  Til að sporna við þessu að hluta var t.d. undirmálsfiskur hafður utan kvóta, þar var myndaður hvati til að koma með allan afla að landi.  ég veit reyndar ekki hvort að þetta er svona enn, en manni fannst í það minsta þá að þetta meikað einhvern sens. 

Mér vinnst þessi umræða hér fyrir ofan vera helvíti fín og langt síðan ég hef getað vakið jafnmikil viðbrögð hér á þessari fáförnu bloggsíðu minni. 

Það sem fyrir mér vakti hér í upphafi þessa pistils var að benda á þá staðreynd að það eru til ansi margir útgerðarmenn sem eru í þessari atvinnugrein af fullum heilindum, þeir vilja veiða sinn fisk og skila inn verðmætum fyrir sig, fólkið sem vinnur aflan og þjóðarbúið í heild.  Það hefur farið ansi mikið í taugarnar á mér að allir í þessari stétt manna séu settir undir sama hatt, því að þeir bera ekki allir sama höfuðfat.

Og eitt enn.

Rúnar þú minnist á það að það hafi verið miklar varúðarraddir á sveimi í þjóðfélaginu þegar kvótin var settur á og það er eflaust alveg hárrétt, en ef að svo var og við erum nú að fara stokka upp, er þá ekki rétt í ljósi reynslunar að hlusta á þær varúðarraddir sem eru á lofti nú?? 

Verstu spár manna um kvótakerfið hafa ekki ræst, en ekki þær bestu heldur.  Sannleikurinn er þarna einhverstaðar mitt á milli, því ættu menn að hlusta nú á fólk sem hefur uppi efasemdarraddir, hvort sem það eru einhverjir sveitamenn eins og ég eða útgerðarmenn og aðrir sem telja sig hafa vit og þekkingu á hlutunum.

Ég held ekki að verstu spár manna um innköllunarleiðina verði að veruleika, rétt eins og ég held að þær bjartsýnustu rætist ekki heldur.

Sannleikurinn er einhverstaðar þarna mitt á milli...

Eiður Ragnarsson, 14.5.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband