Umferðarómenning

Það er staðreynd að flest umferðarslys verða vegna vanmat á aðstæðum og eigin getu, og það er það sem við (og ég meðtalinn) þurfum virkilega að vinna í.   Hvað ætli t.d. að margir árekstrar verði vegna þess að það er tekið framúr á heilli línu??  Eða framúakstur reyndur þar sem í raun ekkert pláss er fyrir slíkt?? 

Ég lánaði t.d. bíl sem ég átti (eða konan reyndar) norður á Akureyri í fyrra, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað sá sem fékk bílinn lánaðan hringdi í mig og tjáði mér að bíllinn væri ónýtur því að hann hefði lent í árekstri.  Ég sá fyrir mér að það hefði verið svona "hefðbundinn" árekstur þar sem tveir bílar nuddast svona saman, en nei bíllin var gerónýtur af því að hann hafði fengið tæplega 3 tonna jeppa beint framan á sig, þar sem jeppin var að reyna að taka framúr 18 metra löngum flutningabíl á TVÖFALDRI ÓBROTINNI LÍNU.

Þarna var bara mildi að engi slasaðist alvarlega, einungis var um mar og smáskrámur að ræða.

Þarna hefðu 2 akreinar í hvora átt komið í veg fyrir þetta slys, það er alveg á hreinu, en þarna hefði heilbrigð skynsemi í kolli viðkomandi ökumanns líka komið í veg fyrir slys.

Svona lagað er náttúrulega bara fíflaskapur og það er mikið af honum í gangi því miður.  Annað sem þessu tengist eru merkingar Vegagerðarinnar, þær eru stundum ekki nógu góðar.  Ég hef oft sleppt því að tka framúr þar sem merkingar leyfa það, einungis vegna þess að mér hefur fundist of blint á viðkomandi stað til framúraksturs.´

Nú finnst sum ég sjálfsagt vera að henda grjóti úr glerhúsi, því ekki hef ég það endilega fyrir reglu að keyra alltaf á löglegum hraða, en á óbrotinni línu eða blindhæð tek ég ekki framúr, ef að mikil umferð er þá tek ég ekki framúr, en þetta eru hættulegustu tilvikin, þegar menn eru að reyna eitthvað í þeim dúr.

Ég er ekki með þessum skrifum mínum að fella dóma yfir þeim hörmulegu slysum sem átt hafa sér stað undanfarið, því ég veit ekkert um málsatvik þar, ég er einungis að vitna í atvik sem ég þekki persónulega.

Gott er heilum vagni heim að aka.........

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, ég var einmitt að fara að segja hér: "Glymur hæst í tómri tunnu" en ég verð að bíða með það úr því þú fórst að henda þessu gróti í glerhúsið

Hilmar Ingi (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 17:11

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hílíó...  Það þarf að fara með þér í gegnum það hvað málshættir og orðtök þýða og hvað þau standa fyrir sýnist mér.....

Eiður Ragnarsson, 12.12.2006 kl. 18:20

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 22:30

4 identicon

Neinei, skil þetta fullkomlega vel

Hilmar Ingi (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 22:48

5 identicon

ég hef oft spáð hvað það væri gaman að skrifa í blöðin og skrifa á móti þessu blessaða umferðarráði og áróðrinum sem er í gangi þar. Það er nefnilega orðið þannig að menn halda að það sé einhver ofsaakstur að liggja á 140 km/klst! en það er nú bara þannig að það er FULLT af vegum sem bjóða uppá þennan hraða en þá miðað við aðstæður og farkost...  svo er til einmitt fulllllt af vitleysingum sem kunna ekkert að lesa aðstæður t.d. með tilliti til frammúraksturs og vegmerkinga. ég er alveg sammála því að stundum gæti maður haldið að yfirborðsmerkingar væru miðaða við að taka framm úr kyrrstæðum bíl útí kanti ! 

later...

ingi lár vilbergsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband