Björn Dagur

Kastljósþáttur nokkur hafur verið mikið í umræðunni hér á netinu, þar sem þeir mætast Björn Ingi og Dagur B.  Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra í þessum þætti og ég veldi því stundum fyrir mér hvort að allir hafi verið að horfa á sama þáttinn.  

Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja um þetta allt saman, hvort að þessar ráðningar séu réttar eða rangar, en það virðist sem mönnum hafi yfirsést aðalmálið, það er hvort að viðkomandi einstaklingar séu hæfir eður ei.

Ég get ekki fyrir mitt leyti lagt nokkuð mat á það hversu hæfir eða óhæfir viðkomandi einstaklingar eru, því að ég þekki þett ágæta fólk ekki neitt, en nú skulum við aðeins velta einu fyrir okkur:

Myndi pólitískt kjörinn fulltrúi, hvort sem hann er Framsóknarmaður, Sjálfstæðismaður, Samfylkingarmaður, Vinstri Grænn, eða bara Frjálslyndur, ráða menn í vinnu, varanlega eða tímabundið, án þess að vera viss um að hann myndi klára verkið og gera það vel?????

Ef að samflokksmaður er óhæfur eða veldur ekki starfinu, hvað þýðir það??  Það þýðir bara að útkoman er ekki góð fyrir kjörna fulltrúann, það verður klúður, illa gert eða illa rekið.

Og hvað gerist þá næst?  Jú það koma kosningar og við sem kjósum, sjáum klúðrið, við sjáum hvað reksturinn er slæmur, og við refsum KJÖRNA fulltrúanum með því að merkja við bókstaf af rangri gerð, fyir viðkomandi kjörna fulltrúa...

Og annað til viðbótar, ef það er auglýst og hæfasti einstaklingurinn er samflokksmaður kjörna fulltrúans, hvað gerist þá???

Menn standa upp og hrópa PÓLITÍSK RÁÐNING.....SPILLING..... osfrv.  

Þannig að vera pólitískt kjörin fulltrúi og að þurfa að ráða fólk í vinnu, það er svona..

No win situation....................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ja þetta átti nú að vera svona almennt, en já hann er kjörin fulltrúi þó að ekki séu nema 6% á bakvið hann.

Eiður Ragnarsson, 15.12.2006 kl. 01:36

2 Smámynd: Ólafur fannberg

þarf ekki meir en 6%

Ólafur fannberg, 15.12.2006 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband