Breyttir tímar...

Kalla oft á breyttar aðferðir.  Ég var á fundi í stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær, og meðal efnis á þeim fundi voru umræður um óvirkar einingar innan félagsins.

Í ljósi sögunar má kanski segja að þetta sé eðlileg þróun, en frumkvæði í svona starfi þarf að koma frá grasrótinni, svona hlutum verður aldrei handstýrt.

Í byrjun síðustu aldar voru það sjómannskonur sem höfðu frumkvæði að stofnun Slysavarnarfélags Íslands, og unnu þær mikið og gott starf í því að efla slysvarnir til sjós og möguleika okkar landkrabbana á að breðast við þegar vá var fyrir dyrum.  Síðan þegar líða tók á öldina fannst mönnum nauðsynlegt að björgunarstörf væru aðskilin frá slysavarnarþættinum og þá voru björgunarsveitir landsins stofnaðar ein af annari.

Björgunarþátturinn var á hendi björgunarsveita en bakbeinið og stuðningurinn kom frá hinum öflugu konum í slysavarnardeildunum. 

Nú er svo komið að slysavarnarverkefnin eru mörg hver orðin sjálfbær og eftirlitsstofnanir hins obinbera, tryggingarfélög og ýmsir aðrir aðilar hafa tekið við slysavarnarboltanum og því hefur hlutverk deildana okkar orðið minna en það var í upphafi, þetta hefur haft þau neikvæðu áhrif að umfang og starfsemi hefur dregist saman umtalsvert og því hafa margar deildir misst þróttinn en á móti hefur björgunarþétturinn eflst til mikilla muna, og víða eru björgunarsveitirnar að sinna slysavörnum einnig.

Því má velta því fyrir sér hvort að það er ekki eðlileg þróun í slysavarnar og björgunarstarfi að þetta sé staðreynd og að við sem í þessum geira erum eigum ekki að taka þessu með stóískri ró þó að starfið sé ekki endilega jafnöflugt og áður, þar sem samstarf um þessa hluti krefst þess ekki lengur að það sé bæði slysavarnardeild og björgunarsveit á staðnum, heldur eitt lið sem mætti kalla björgunar og slysavarnardeildir eða í okkar tilviki hér á Reyðarfirði, Björgunar og slysavernarsveitin Ársól...

En engu að síður á ekki að leggja neitt af heldur leyfa hlutunum að þróast í takt við tíðarandan..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband