Afhverju erum...

Við að fara að byggja nýtt hátæknisjúkrahús.??

Ég skil ekki hversvegna það að slá þessari framkvæmd á frest er ekki ein af sparnaðaraðgerðum stjórnvalda.

Nú setur eflaust einhver í brýnnar, og hugsar að dreifarinn sé nú alveg að missa sig, að bölsótast út í þessa bráðnauðsynlegu og löngu tímabæru framkvæmd....

En horfum á þetta aðeins....

Nú er verið að boða niðurskurðarfagnaðarerindið hægri vinstri, reyndar ekki eins mikið og við ættum kanski að gera, það er jú alltaf erfitt að skera niður, en á sama tíma og það þarf að draga saman í heilbrigðiskerfinu öllu á að eyða milljörðum (mig minnir 50 slíkum) í það að byggja hús sem væntanlega verður erfitt og dýrt að reka, og erfitt að manna einfaldlega því að það þarf að skera niður í öllum rekstri.

Er þetta nauðsynleg framkvæmd í ljósi aðstæðna, en það má búast við því að einhverjir heilbrigðisstarfsenn fái uppsagnarbréf áður en dýfunni er lokið og einhverjir munu hrekjast af landi brott, og ég óttast það (og vona að ég hafi 100% rangt fyrir mér) að það verði jafnvel erfitt að manna allar stöður í núverandi húsi með núverandi aðstöðu, þó að ekki verði ráðist í það að stækka dæmið enn meir með nýju húsi.

Heilbrigðisþjónusta snýst nefnilega ekki um steynsteypu og arkitektúr, hún snýst um fólk, fólk sem sinnir og fólk sem þarf að sinna..

Þetta á að bíða, það má kanski sinna udirbúningi og gera allt klárt, til að hægt sé að hefjast handa um leið og svigrúm verðu til þessm, en nú er rétt að bíða.

Ef tíminn yrði nýttur til undirbúnings, þá myndum við kanski sjá hið ótrúlega gerast þegar ráðist yrði í framkvæmdina..

Hátæknisjúkrahúsið yrði byggt og áætlun um byggingarkostnað myndi standast.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég hef reyndar trú á að bygging sjúkrahúsins skapi tímabundna atvinnu sem verulega er þörf á núna. En það þarf samt að fara varlega því óvíst er hvort slík fjárfesting skili sér til baka líkt og virkjannaframkvæmdir hefðu gert.

Offari, 25.11.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband