Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Ímynd..............

Sá smá brot úr silfri Egils áðan, þar sem var verið að ræða við Einar Kárason og þá tvo félaga hans sem að fóru með honum "route 66" í henni ammeríku.  Þeir sögðu m.a. frá því þegar þeir voru stöðvaðir af vinalegum lögreglumanni með alvæpni á um 180 km hraða (110 mílur) og sluppu með skrekkin af því að lögregluþjóninum fanst að þeir ættu í nægum vanda fyrir, þ.e. að keyra þenna heimsfræga veg á gömlum ammerískum bíl.

Þá fór ég að velta því fyrir mér hversu mikið af okkar (eða mínum) skoðunum er mótað af afþreyingarefni sem er færibandaframleitt í henni Wood kenda við Holly. 

Í bíómynd hefði viðkomandi lögreglumaður hennt þeim félögum í steinin og síðan hennt lyklinum eða allavega geymt hann framyfir jól. 

Í bíómynd hefði líka verið búið að ræna þá svona 20 sinnum af mótórhjólagengi, geðveikum puttaling, spilltum lögreglumanni, morðóðu geðsjúku pari og uppvakningum frá helvíti, að því ógleymdu að þeir hefðu að sjálfsögðu verið "uppnumdir" líka.

Í bíómynd hefði þetta líklega aldrei gengið jafnvel og raunber vitni.

Og þá fór ég að velta fyrir mér ímynd Íslands í bíómyndum.  Og tökum nú tvær af myndum Baltsar fyrir, bara svona til gamans.

Útlendingur sem ekkert veit um ísland ákveður að myndar sér skoðun um ísland byggða á grundvelli Hafsins og Mýrinnar, og ég vil taka það fram að mér finnast þær báðar frábærar.

Íslendingar búa norðan við byggileg mörk, ef það er ekki rok (sem er nánast aldrei) er snjókoma eða slydda eða bara yfir höfuð skítaveður.

Íslendingar eru svo fáir að til að fjölga sér með öllum tiltækum ráðum jafnvel sifjaspelli. 

Íslendingar éta helst rolluandlit í öll mál  og ef það er ekki rolluandlit eru það bara aðrir partar þessarar ágætu skepnu með sem minnstu grænmeti.

Íslendingar eru svo fáir að það er ekkert mál að leysa 35 ára gamalt "nauðgunarmál"

Á íslandi ganga hreindýr um götur bæja á landsbyggðinni

Og svona mætti lengi telja.......

Ekki hef ég reyndar trú á því að svona skoðanir hafi orðið til vegna íslenskrar kvikmyndagerðar, enda íslenskar myndir ekki það margar, en þar sem fjöldaframleiðsla er í gangi í henni ameríku þá held ég að það hafi meiri áhrif.......

Ég ætla að hafa svið í kvöldmatinn........................


Er þetta eðlilegt?????

Ég er búinn að sinna formensku í björgunarsveitinni Ársól í nokkur ár.  Ýmislegt dúkkar upp hjá manni í því starfi en yfirleitt er mjög gaman að standa í þessu sjálfboðastarfi og mér finnst það gefa mér bara nokkuð mikið.

En, það er alltaf en,  núna er ég að græja leyfi fyrir brennu, flugeldasölu og flugeldasýningu, og það sem ég þarf af pappír er ótrúlega mikið. 

Förum aðeins yfir það.

Ég þarf (skrifleg) leyfi frá sýslumanni en til að geta fengið það leyfi þarf ég leyfi frá landeiganda, bænum, skökkvistjóra, Heilbrigðiseftirliti og staðfestingu á tvennskonar abyrgðar tryggingu. 

Til þess að geta fengi leyfi frá Heilbrigðisstofnun þarf ég leyfi landeiganda og slökkvistjóra og umsókn um starfsleyfi.

Til að geta geta fengið leyfi hjá bænum þarf ég leyfi landeiganda

Þetta getur ekki talist eðlilegt að þurfa allan þennan pappír til að fá leyfi fyrir einni smábrenn??????

Það liggur við að allur pappírnn dugi í ágætis brennu.

Reglugerðarfargan og helv...... pappírsflóð 


Þeir eru ekki fáir Framsóknarmennirnir

Ja hérna, ekki hélt ég að það yrðu svona margir um hituna í efstu sæti Framsóknar hér fyrir Norð-Austan.

Ég hélt að um þessi 10 sæti yrðu kanski svona 13-15 manns en að það yrðu 22 það kom mér á óvart.  Ég tel að þetta sýni að við stöndum styrkum fótum í kjördæminu og munum fá góða kosningu í vor þó að vel megi ganga ef við ætlum að toppa síðustu kosningar.

Nú þurfa menn að skoða vandlega þá einstaklinga sem þarna eru í boði og velja saman sterkan og góðan lista fyrir kosningar í vor.

4 vilja fá sæti nr 2 en þar á meðal er einn austfirðingur og vil ég sjá hann þar inni þrátt fyrir að Birkir Jón sé búinn að gefa kost á sér í það sæti, en mér finnst persónulega það réttlátt að austari partur kjördæmisins fái þetta sæti þar sem Eyfirðingar eiga 1. sætið.

Ég hvet menn eindregið til að styja við bakið á Jóni Birni Hákonarsyni í 2. sætið því að þar er kominn maður sem getur verið öflugur málsvari okkar austfirðinga og reyndar svæðisins alls. 

Ég mun styðja við bakið á Jóni.

Meira um það síðar.


mbl.is 22 sækjast eftir sætum 1-10 á framboðslista framsóknarmanna í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattalækkanir???????

Er þetta ekki alveg dæmigert, þegar maður sá fram á það að maúr gæti nú keypt sér rauðvín með steikinni á mannsæmandi verði vegna lækkunar virðisaukaskatts, þá var að sjálfsögðu fundin aðferð til að "leiðrðetta" verðið. 

Og ekki nóg með það heldur hækkar þetta lánin á húsinu mínu líka, vegna vísitöluhækkunar.

Mér hefði nú bara fundist allt í lagi þó að verð á léttum vínum og bjór hefði bara fengið að lækka eitthvað í stað þess að fara uppávið eða þá í versta falli bara staðið í stað.  En það er einmitt á þessar tegundir áfengis sem hækkunin er hvað mest og það er miður.

Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta (og tæmir buddu)

Lorturinn...................


mbl.is Tekjur ríkisins af áfengissölu gætu aukist um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband