Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Að berja á móti.....

Það hefur löngum verið þjóðaríþrótt Sjálfstæðismanna að tala illa um Framsóknarflokkinn.  Í það minnsta hefur borið duglega á því í grasrót Sjálfstæðismanna í gegnum tíðina.

Þetta hefur mér alltaf þótt verulega undarlegt sérstaklega í ljósi þeirra kenninga, margra sjáfskipaðra snillinga á vinstri vægnum,  að Framsókn sé einungis skúffufyrirtæki í Valhöll.

Nú er ný forusta Framsóknar að bregðast við þeirri kröfu grasrótarinnar, um að horfið verði af þeirri hægri sveiflu sem verið hefur á flokknum undanfarin ár og aftur inná miðjuna þar sem hann á heima......

Sjálfstæðismenn eiga og verða að sjálfsögðu að standa við þann sáttmála sem smíðaður var í upphafi þessa kjörtímabils, þeir eiga ekki að komast upp með annað....... 


mbl.is Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta það sem menn vilja???

Kjalvegur sem heilsársvegur hefur verið töluvert í deiglunni undanfarnar vikur, og sitt hefur hverjum sýnst um ágæti þeirra hugmynda, bæði vegin sem slíkan, og einnig útfærsuna á framkvæmdinni.

Með reglulegu millibili kemur upp umræða um þröskulda í íslenska vegakerfinu og lausnir þeim tengdar, og ætla ég að nefna nokkra sígilda þröskulda svona til glöggvunar á máli mínu og hæð þeirra yfir sjó:

  • Hellisheiði........................................374m
  • Holtavörðuheiði...............................407m
  • Öxnadalsheiði.................................570m
  • Vatnsskarð......................................420m
  • Víkurskarð.......................................325m
  • Möðrudalsöræfi (Háreksstaðarleið)..600m
  • Breiðdalsheiði..................................470m

Þessir kaflar eru oft tíundaðir þegar talað er um kafla á þjóðvegi eitt sem þarf að leytast við að lækka eða krækja framhjá.  Engin þessara kafla er þó eins hátt yfir sjó og Kjalvegur en hann liggur í 672m hæð yfir sjó, og liggur auk þess um svæði sem er einstaklega misviðrasamt og snjóþungt.  Sá kafli hringvegarins sem liggur næst Kili í hæð er Háreksstaðarleið en í Langadal nær sá partur hringvegarins 600m, og þar getur orðið ansi misviðrasamt en það svæði er þó töluvert snjóléttara heldur en Kjölur.

Reglulega er rætt um möguleika á því að taka þessa þröskulda og lækka þá með öllum tiltækum ráðum, þá er talað um að þetta séu hættulegir kaflar, þeir séu dýrir í vetrarþjónustu og oft illfærir vegna ofankomu og veðurs.  En engu að síður vilja menn taka sig til og smíða nýjan veg í meiri hæð en allir þessir kaflar og á svæði þar sem viðvarandi snjóþyngsli og vetrarveður myndu hamla för.

Hvað gengur mönnum eiginlega til??? 

Styttingar eru mikilvægar, það er ekki spurning, en það á ekki að koma niður á öryggi vegfarenda á nokkurn hátt, eins þessi vegur myndi tvímælalaust gera.

Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur, 4 ungmenni á leið í Sjallan á lakkskóm og stuttpilsum, föst í skafli á Búðarhálsi í norðan 25m sek og snjókomu!!! 

Man ekki einhver eftir vandræðunum sem urðu á Hellisheiði og í Þrengslum hér um árið???  Reyndar yrði umferð um þennan Kjalveg ekki nema sýishorn af því sem hún er um Hellisheiði og Þrengsli, en á móti kemur að uppá Hellisheiði er ekki nema steinsnar fyrir björgunarsveitir úr Ölfusinu og af Stór Hafnarfjarðarsvæðinu að fara, en því er ekki svo farið um Kjalveg.  Ef aðstoðar yrði þörf er um ansi langan veg að fara.

Það sem menn ættu nú frekar að reyna að gera til að bæta samgöngur millin landshluta væri að endurbyggja og endurhanna þjóðvegi á láglendi, og setja upp 2+1 kafla sem víðast til að greiða fyrir umferðinni og........ (Það er varla að maður þori að segja það en ég læt vaða)........  Hækka hámarkshraða á völdum köflum.

 Og í lokin þá eru hér 2 myndir sem gætu sýnt viðvarandi vetrarástand á Kjalvegi....Febrúar 07 Þorrablót 270

Febrúar 07 Þorrablót 133


Skiptir þetta máli???

Það er nú ekki eins og það sé sama fólkið sem sækir þessa tvo fundi, eða hvað???   'eg get ekki séð að þetta sé nokkuð fréttnæmt yfir höfuð.
mbl.is „Var eina helgin sem var laus"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband