Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Á þetta við um.....

Íbúðalánasjóð einnig...???

Fólk sem hfur lagt í það mikla vinnu að leggja sín mál fyrir íbúðalánasjóð, af því að það sá ekki fram úr sínum málum...

Í fyrsta lagi þá fá menn synjun úrræða ef menn eru ekki komnir í vanskil... Sem er stórfurðulegt, því stundum má þeyja þorran í ákveðin tíma en síðan fýkur í öll skjól, og þá vilja menn geta gripið til úrræða.

Í öðru lagi þá er fólki hafnað algerlaga án rökstuðnings... Sem ætti ekki að vera hægt.

Ef viðskiptabanki viðkomandi einstaklings og einstaklngurinn komast að þeirri niðurstöðu eftir langan útreikning að endar nái ekki saman, rökstyðja það með því að leggja fram launaseðla skattskýrslur greiðsluseðal og annað í þeim dúr, hversvegna í ósköpunum kemst ríkisstofnum upp með að það að segja einfaldlega: "því miður en þú átt að geta borgað þetta..."

Engin rökstuðningur, eða neitt í þeim dúr bar stutt snuppótt og yfirlætislegt bréf sem segir þér að éta það sem úti frýs.... Í skjaldborginni....


mbl.is Ómakleg gagnrýni á bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég velti því fyrir mér...

Hver tilhneigingin er hjá fólki með að setja alla undir sama hatt....  Flest fólk fellur í þessa gryfju þegar það talar um "þá þessa vitleysinga" eða "þessir glæpamenn" eða  bara um alla hópa fólks almennt.

Stjórnmálamenn eru allir eins, lögreglumenn eru allir eins, mótmælendur eru allir eins, bændur eru allir eins, verkamenn, útgerðarmenn  eru allir eins og svona mætti lengi telja.

Það fer reyndar aðeins eftir því hver skrifar eða talar hvort að þessir hópar manna eru "góðir" eða "vondir"

Við eigum að vita betur, það eru misjafnir sauðir í öllu fé, og því á ekki að alhæfa um hópa fólks, innan raða flestra stétta og þjóðfélagshópa eru bæði "vont" og "gott" fólk.

Önnur tilhneiging sem er af svipuðum toga er það sem stundum hefur verið kallað "evil empire syndrome" en það er þegar eitthver eða eitthvað verður það stórt og áberandi að allir vilja beina skotpónum að því.

Þetta er sérstaklega algengt um stórfyrirtæki, og það er helst að skilja að fólk álíti að stórfyrirtæki af þessu tagi hafi sjálfstætt líf og sjálfstæðan vilja, en við vitum vel að það er ekki svo.  Fyrirtæki hvort sem þau eru stór eða smá eru ekkert meira eða minna en fólkið sem í þeim starfar, fyrirtæki taka ekki slæmar eða vondar ákvarðanir, það er fólkið sem í þeim vinnur sem gerir það, fyrirtæki eru ekki "vond" eða "góð" það er hinsvegar fólkið sem í þeim vinnur.

Ég hef oft velt þessu fyrir mér, þegar samkeppnisstofnun er að sekta fyrirtæki vegna samráðs, eða fyrirtæki eru lögsótt vegna vanrækslu í hinum ýmsu málum.  Er það rétt?? Á ekki að sækja til saka þá menn og konur sem tóku ákvörðun um að gera hlutina á rangan hátt?? Fyrirtækið getur ekki dregið lærdóm af dómi, en mannfólkið á að geta gert það, séu menn ekki siðblindir eða samviskulausir. 

Dæmi eru um það að fyrirtæki greiði himinháar sektir, en þeir sem tóku hina röngu eða ólöglegu ákvörðun, sitja áfram við stjórnvölin hjá viðkomandi aðila eins og ekkert hafi í skorist...

Spáið aðeins í þetta....

Eitt atriði enn af svipuðum toga er tilhneiging að halda því fram að stjórnmálaflokkar séu lífverur með sjálfstæða hugsun.   En því er á sama veg háttað þar sem annarsstaðar að það er fólkið í flokknum sem ber ábyrgð á stefnu hans og ákvörðunum ekki "flokkurinn" sem slíkur.

Þessi umræða hefur átt við um alla flokka og fólki á götunni sem og aðrir málsmetandi menn eru oft duglegir við að tala um þessa hluti.   Ég hef sjálfur fallið í þessa gryfju, talað um Vistri Græna, Sjálfstæðismenn og alla aðra flokka á þennan hátt, en ég á að vita betur flokkarnir eru ekki sjálfstæðar lífverur, með horn og hala eða englavængi, það er fólkið í þeim sem markar stefnuna og þeir sem í forsvari eru eiga að fylgja þeirri stefnu, stefnu landsþings sem er í öllum tilvikum held ég æðsta vald flokkana.  

Því mætti til dæmis tína til, hvaða samþykktir Landsþings Vinstri Grænna  Steingrímur er búinn að brjóta, en ef minni mitt svíkur mig ekki var ályktað þar um að EKKI ætti einu sinni að skoða það að sækja um ESB aðild.

Einnig væri fróðlegt að fara yfir það hversu margir ráðherrar og þingmenn hafa í gegnum tíðina brotið gegn samþykktum landsþings síns flokks, og komist upp með það, en það eru fjöldamörg dæmi um það hjá öllum flokkum hygg ég.

Og þá erum við komin að þeim vangaveltum sem urðu kveikjan að þessum pistli, en það er hversu slöpp við höfum verið í gegnum tíðina, við sem höfum lagt það á okkur að eyða frítíma okkar í pólitík, að vera gagnrýnin, og beitt þegar kemur að því að líta um öxl og skoða hvað hefur verið að gerast í starfi viðkomandi flokks og hvort að það stenst skoðun, og láta þá forsvarsmenn sæta ábyrgð...

Ef að gagnrýnin hugsun og þor og dugur við að gagnrýna eigin forustu hefði verið meiri þá værum við mjög líklega ekki jafn illa stödd  og raun ber vitni.

Því ætla ég að hvetja alla þá sem eru áhugapólitíkusar eins og ég að lesa nú yfir samþykktir eigin flokksþinga og bera saman orð og gjörðir, áður en kemur að næsta þingi og vera tilbúin til að standa upp og láta í sér heyra almennilega á þeim vettvangi sem marka á stefnu viðkomandi flokks. Taka í stjórnartaumana en ekki lára teyma sig áfram, eins og við höfum verið alltof dugleg við að gera undanfarin ár.

Þetta er að því ég hygg eina raunhæfa leiðin til að breyta þjóðfélaginu, breyta flokkunum breyta vinnubrögðunum, og breyta okkur til hins betra.

Það er alvega sama hvort að flokkurinn heitir Framsókn eða Besti, ef að ekki er unnið uppbyggingarstarf innan frá þá ganga hlutirnir einfaldlega ekki upp til lengdar ef menn temja sér ekki gagnrýna hugsun og beita henni með rökum á vettvangi flokkana.

Það er líka alveg sama hvort að flokkarnir eru 2 eða 4 á þingi ef að vinnubrögðin innan þeirra eru eins og þau hafa verið hjá okkur undanfarin ár.

Það er alveg sama hvort að við erum "hægri" eða "Vinstri" menn og konur, þetta á við um alla sem á annað borð taka þátt í pólitísku starfi.

Gagnrýni = Rýna til gagns.

Góðar stundir.. 


Þetta sýnir nú vel....

Hverju hækkandi bensíngjöld skila í ríkiskassan.... Engu...

Vissulega má færa fyrir því rök að þessi minkun sé vegna þrengri fjárhags heimilina, en það er einungis hluti skýringarinnar hin hlutinn og stærri partur af jöfnunni er hærri álögur..

Það er nefnilega ekki nóg að skattleggja andardrátt, það þarf að vera einhver eftir sem andar... 


mbl.is Minnsta umferð í september síðan 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki ....

Tvinna þetta saman???

Ég viss um að prétikun Siðmenntar á full erindi við þá þingmenn sem kjósa að sitja messu fyrir þingsetningu, og ef að prétikun dómkirkjuprests eða piskups er góð, þá á hún fullt erindi við þá þingmenn sem kjósa ekki að fara í messu.

Kanski mætti einnig fá góða einstaklnga til að vear með gott hópeflisprógramm fyrir þingið, það myndi sennilega skila mestu, kenna mönnum að vinna saman að hagsmunum þjóðarinnar í stað þess að þræta út í hið óendanlega um allt og ekkert.

Gott hópefli, það ætti að vera málið fyrir hverja þingsetningu, samskipta samningur sem þingmenn skrifa undir þar sem það er tíundað hvernig menn ætli að vinna á næsta þingi...

Skyldumæting á slíkan viðburð....


mbl.is Með heimspekilega hugvekju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvelt að......

Alhæfa sem svo að allir skuldarar (eða meginþorri þeirra) séu óreyðupésar.  Friðbert lætur í það skína, Pétur Blöndal og margir Vg liðar hafa sagt það sama.

En hvað er málið í reynd??

Skoðum það nú aðeins:

Laun hafa í besta falli staðið í stað, það vitum við samningsbundnar hækkanir hafa jú sennilega á flestum stöðum haldið en alls ekki í takt við verðbólgu eða lánaþróun.

Afborgun af hóflegu láni á íbúðarhúsnæði (ca 20 milljónir) var milli 80 og 90 þúsund.

Afborgun af bílaláni (erlendu ca 2 milljónir) var um 25þ

Nú er staðan sú að afborgun sem var um 115 þ af þessu öllu er í dag um rúmlega 200Þ, plús það að matvælaverð og verð á öllum helstu nauðsynjum heimilis er 30-40% hærra en það var og má þá segja að það hafi farið úr um tæpum 200þ á fimm manna fjölskyldu í meira en 300þ.

Á sama tíma hafa laun hækkað um kanski 4-5% og hefur því engan vegin haldið í við verðlagsþróun og lánaþróun, og hafa ber í huga að hjá ansi mörgum hafa launin staðið algerlega í stað eða hafnvel lækkað.

Því má segja að heildarútgjöld heimilis (þessir liðir) hafi farið úr 320þúsundum í rúm 400 þúsund, og því vandséð hvernig endar eiga ná saman hjá fjölskyldu með þokkalegar meðaltekjur, eða með um 3- 400 útborgað og þar er ekki tekið tillit til hærri skatta.

Inni í þessum tölum eru bara hesltu nauðsynjar engin óþarfi eða bruðl.

Hvernig geta menn haldið því fram að á sama tíma og þessar tölur eru staðreynd að allt hafi verið komið í óefni fyrir hrun hjá fjölmörgum fjölskyldum...

Auðvitað eru dæmi um það að einhverjir hafi verið með lán og afborganir yfir greiðslugetu, en það eru sennilega færri dæmi en fleiri.

Það er því verulega ósanngjarnt að halda þessu blákalt fram að allt hafi verið í óefni þegar fyrir hrun, í það minnsta hjá meginþorra fólks.

Við eigum líka að hafa það í huga að þú eyðir bara í 3 hluti, þ.e. afborganir lána, sparnað og neyslu og flestir fórna sparnaðinum fyrst, draga svo saman í neyslu eins og hægt er og þrautalendingin er að hætta að borga af lánum til að hafa í sig og á.  Flestir þeir sem nú eru komnir í veruleg vandræði eru löngu hættir að spara, neyslan er í algeru lágamarki, en það dugir ekki til til að endar nái saman.

Það er orðið löngu tímabært að stjórnvöld kippi hausnum úr sandinum og fari að gera eitthvað af viti í þessum málefnum heimila í landinu.

Góðar stundir.


mbl.is Skuldarar voru komnir í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband