Á hraðri uppleið.....

Ég sé að heimsóknir hjá mér í dag eru mun fleiri en vant er, það er líklega vegna þess að Helgi Seljan fyrrum sveitungi minn og samferðamaður um Skandinavíu, minntist aðeins á bloggið hjá mér og ferðalag okkar um Noreg og Danmörku fyrir, um 4 árum síðan.

Það var reyndar helvíti gott ferðalag og það var mín fyrsta ferð út fyrir landssteinana ef Papey og Skrúður eru ekki talin með.  Það alveg með ólíkindum hvað tímin flýgur og hlutirnir breytast.

Það vantar þó eitthvað uppá kvitteríð, en það gerir svo sem ekkert til.

Hér í hinu frönskumælandi Kanada er veðrið að verða eðlilegt, en þegar við komum var rigning og 4° hiti.  Nú er hinsvegar komið 11° frost, og mér skilst að miðað við eðlilegt árferði sé það í hlýrri kantinum.  Okkur var allavega drullukalt inni í kerskála kl 6 í morgun, þegar við vorum þar að fylgjast með því hvernig þeir ganga frá næturvaktinni iog undirbúa dagvaktina.  Okkur hlýnaði nú samt all snarlega þegar við fórum í steypuskálan, þar sem nóg var af afgangshita.

Eini gallinn á þessu ferðalagi núna er það hvað það dimmir snemma, því að þegar við erum búnir á daginn, um svona 5 þá er komið rökkur og maður getur lítið skoðað.  En það verður nú kanski gert eitthvað í því á sunnudaginn en þá er frí og ég vona bara að veðrið verði jafngott og það var í dag, en það var blankalogn og sól.

Kveð að sinni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband