Gæti það verið......

Að heita vatnið sem búið er verið að leita að hér innan fjallahringsins á Reyðarfirði leynist á Sléttadal??

Ég velti því fyrir mér vegna þess að rétt um jól, þegar hér var ennþá einhver snjór að ráði, þá fór ég stuttan sleðarúnt upp á Grænafell og um Sléttadal.
Það er s.s. ekki í frásögur færandi að maður ferðist eitthvað á færibandinu yfir veturinn, en þarna var ég og ákvað svona til að gera þetta skemmtilegra að þræða gil sem liggur á miðjum Sléttadal á sleðanum.

Þarna var ég að sprauta inn gilið, þegar allt í einu pompar undar mér snjór og ég sit pikkfastur. Auðvitað plótaði ég í sand og ösku, því að það er ekkert grín að festa sleða við þessar aðstæður og gríðarerfitt getur verið að losa svona tækki sé það fast í alvöru púðri, og að ég talu nú ekki um ofaní gili sem þessu.

Þegar ég var búinn að fita púkan á fjósbitanum duglega með vel völdum orðum, tók ég af mér hjálminn og kannaði aðeins aðstæður.
Ég varð ekki lítið hissa þegar undan snjóloftinu upp með klettinum steig hiti, það mikill hiti að maður fann það greinilega. Ég stakk mér niður með klettinum og fann að þarna undir snjónum var hiti og það sáust ummerki um það líka að þarna væri práðnun af völdum hita þó ekki væri hann gríðarmikill.

Þegar heim var komið hafði ég samband við nokkra aðila sem eiga að þekkja nágrenni Reyðarfjarðar vel en engin hafði heyrt minnst á hita af neinu tagi á þessum slóðum.

Ég hafði því samband við Ómar Bjarka jarðfræðing, sem hér hefur starfað við jarðhitaleitina og þótti honum þetta merkilegar upplýsingar.

Í gær fórum ég og Gylfi Félagi minn í Ársól, þarna upp á Landrover Ársólar til að taka þarna GPS punkt og skoða aðstæður.

Öðruvísi var um að litast núna þar sem að minni snjór var, og ekki hægt að merkja hita þar sem hlýtt var og sólin búin að skína allan daginn, en það virtist vera minna um svell á klöppunum þar sem að að þessi staður er og einnig var lækurinn ekki þakin svelli eða snjó á þeim kafla sem um ræðir.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta mál þróast...
Kanski verður loksins eitthvað úr þessari leit af "glæra gullinu" eins einhver kallaði heita vatnið.....

Staðsetningin er 65°03,470 og 14°18,890 og það er hægt að skoða þetta t.d. á Google earth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Offari

Við fengum ca 30° heitt vatn í Fáskrúðfjarðargöngum þannig að þar var hiti.  Svo er eftir að virkja kælivatnið frá álverinu.

Offari, 17.3.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband