Það er alveg grátbroslegt...

Að lesa bloggin um þessa frétt...

Guðrún er ýmist gerspillt frá gerspilltum flokki eða þessi gerspillti flokkur er að losa sig við óspilltan ferskan stjórnmálamann af því að hún er ekki þóknanleg eiinhverju "flokkseigandafélagi".  Bara eftir því hvað hentar málstað viðkomandi....

Ég er alveg að verða búinn að fá mig fullsaddan af svona helvítis bulli, eini flokkurinn sem eitthvað hefur tekið til í sínum ranni er Framsóknarflokkurinn og það kemur berlega í ljós núna þegar þingmenn annara flokka þurkast í leyfi frá Alþingi, býst við að þeim gjörningum sé ekki lokið og fleiri eigi eftir að fara í frí.

 


mbl.is Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Framsókn hefur ekkert tekið til. Það er búið að setja einhverja misgáfulega froðusnakka í fremstu víglínu til að vera fallbyssufóður en að baki línunar sitja enn sömu skíthælarnir og áður og toga í spottana. Þessi flokkur er tímaskekkja sem ætti að slá af.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 28.4.2010 kl. 08:24

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Maður á eðlilega ekki að vera ergja sig á þessu, það er ekki þess virði en ég vildi gjarnan fá að sjá eitthvað handbært um þessa kenningu annað en misgáfulegar fullyrðingar.

Hinu má síðan velta fyrir sér hvernig á að skilgreina "stjórnmálaflokk" en það virðist vera tilhneiging netverja að álíta sem svo að stjórnmálaflokkur, sama hvað flokkur það er, sé sjálfstæð lífvera og þeir sem í honum eru hafi hvorki frjálsan vilja né nokkuð annað sem einkennir mannskepnuna.....

En það er nú bara einu sinni svo að ekkert skilgreinir stjórnamálaflokk öðruvísi en aðra hópa fólks, hvort sem það eru félagasamtök, fyrirtæki nú eða bara sá hóppur manna og kvenna sem nennir að tjá sig á blogginu.

Þessir hópar eiga það allt sameiginlegt að vera hópur sjálfstæðra einstaklinga með mismunandi skoðanir, það er bara spurning hvar samnefnarinn lendir..

Eiður Ragnarsson, 28.4.2010 kl. 09:06

3 Smámynd: Offari

Ég held samt að framsókn sé ennþá eitthvað leppuð af sýnum styrktaraðilum. Flokkurinn má þó eiga það að hann gerði uppstokkun á þingmannaliði sínu eftur hrun og kom með raunhæfa lausn sem ég tel að hefði þá geta bjargað miklu. 

Offari, 6.5.2010 kl. 12:47

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Framsókn hefur tekið mest til og beðið "mest" afsökunar Eðvarð. Ef þessi flokkur er þá tímaskekkja hvað finnst þér um hina í þessu ljósi?

Guðmundur St Ragnarsson, 13.5.2010 kl. 13:54

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég held, Eiður, að fólk treysti því ekki að sama fólkið og áður sé ekki að fjarstýra brúðunum sínum í flokknum. Enda formaðurinn t.d. kominn beint undan kúnni. Svipað og Sjálfstæðisflokkurinn.

Fólk treystir því ekki að heilindi hafi verið á bakvið "takmörkuðu hallarbyltinguna". Hversvegna að taka sénsinn á því líka, með þá sem gerðu einkavæðinguna, kvótaspillinguna og efnahagshrunið mögulegt?

Sjallarnir eiga þar mun meiri sök, en Frammararnir voru "enablerarnir" og eiga sér minna heilaþvegna fylgjendur. Svoleiðis held ég að það sé.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.5.2010 kl. 14:11

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Vandinn er að umræðan er rætinn og óheiðarleg, mér myndi ekki detta í hug eitt augnarblik að dæma þig Rúnar minn eftir föður þínum ef hann væri drullusokkur, það á að meta fólk að verðleikum en ekki eftir pabba, afa eða langafa, það væri nú skárra helvítið við eigum velflest ættingja sem eru misjafnir en við veljum þá ekki, en við getum farið þá leið sem við kjósum í lífinu.

Ég er ekki með þessu að segja að Þórarinn faðir þinn sé eitthvað misjafn, ég nota þetta sem dæmi.

Vandi er þessi í hnotskurn, pólitíkinn er stórskemmd vegna þess að menn segja ekki sannleikan eða hagræða honum eftir hentugleika, og oft er persónur gerðar verri en þær eru, með því að kasta fram fullyrðingum sem engin fótur er fyrir og þeir sem fyrir skítkastinu verða geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, allt sem þeir segja er afbakað og fært úr samhengi til þess að sverta viðkomandi einstakling meir...

Þetta er eitt af okkar stærsta vandamáli í dag...

Ég get farið í gegnum það með þér í góðu tómi hvernig menn völdu sér nýjan formann á síðasta landsþingi, en þú verður þá að vera til í það að hlusta á það sem ég segi en ekki bara grípa á lofti hluti sem engin fótur er fyrir...

Eiður Ragnarsson, 21.5.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband