Að fella eða fella ekki......

Vitnað í Steingrím J Sigfússon: "Það viðrar vel til falls ríkistjórnarinnar" 

Ég velti því fyrir mér hvað Steingrímur og félagar myndu gera ef að Geir H myndi bjóða þeim til ríkisstjórnarsamstarfs???

Ef að þeir tækju tilboðinu, eru þeir þá búnir að fella ríkisstjórnina??  Og ef að þeir væru sjálfum sér samkvæmir þá kemur líklega ekki til greina annað en samstarf með hinum stjórnarandtstöðuflokkunum, eða hvað??

Ég held að þeir sem að standa í þessari blessaðri pólitík, alveg sama hvar þeir eru í sveit settir, eigi að einbeita sér að málefnum og setja það niður fyrir kjósendur hvað þeir í raun vilji gera, og að hafa það á mannamáli svo að valkostirnir séu skýrir....

Það þurfa allir flokkar að taka sig saman í andlitinu og segja það skýrt og skorinort hvað þeir vilja standa fyrir og hvernig þjóðfélag þeir vilja standa að.  Og ekki nóg með það heldur þarf einnig að sýna fram á það að það sé hægt að ná þeim markmiðum með skynsamlegum hætti heildinni til heilla.

Til dæmis er gæti verið hægt að lofa skattalækkunum (sem er reyndar ansi vinsælt) en þá þarf líka að sýna fram á það að þær skelli ekki í andlitinu á fólki með skerðingu á öðru svo sem heilbrigðisþjónustu eða einhverju öðru.

Að hafa það eitt á stefnuskrá, eins og að fella eitt stykki ríkisstjórn er ekki mjög málefnalegt........

En svo má líka velta því fyrir sér hvort að það þurfi nokkuð að taka það fram, ef að þú ert í stjórnarandstöðu, að þú viljir fella ríkisstjórn???

Bonjour....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Nákvæmlega, það liggur í hlutarins eðli að stjórnarandstaðan er á móti stjórninn á hverjum tíma, hver svo sem situr í henni.  En ég tek undir það með þér að þetta eina stefnumál eftir fund VG að fella ríkisstjórina finnst mér frekar ódýrt svo ekki sé nú meira sagt !  En svo getur maður líka spurt sig að því á hverju maður á að bústa af þessu fólki, fólki sem virðist lifa og hrærast í því að vera á móti allt og öllu.  En nú vonandi breytist það með hækkandi sól og kosningum í námd, menn verða oftast nær málefnalegri þegar nær dregur kosningum!

Óttarr Makuch, 21.1.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband