Smá hugleiðingar......

Um málefni ársins 2006.    Aðalmálið var held ég, náttúra íslands og nýting hennar á mismunandi vegu.   Deilurnar snérust aðallega um það,  held ég, hvernig það á að nýta náttúru íslands, hvort að það eigi að byggja virkjanir til að nýta fallvötnin eða hvort að það eigi að halda öllu sem upprunalegustu til að nýta svo sem aðdráttarafl fyrir ferðalanga erlenda sem innlenda.

Mikið hefur verið talað um Kárahnjúkavirkjun í þessu sambandi sem gott/vont dæmi um nýtingu náttúruauðlinda Íslands og hafa skoðanaskipti í tenglum við þá framkvæmd verið af ansi hatrömmum toga.

Í tvær áttir hafa skoðanir manna togast og öfgarnar eru miklar þegar rökstuðningur hörðustu andstæðinga og fylgjenda er annars vegar.  Ég hef nú talið vænlegast að sleppa öfgunum sama hvor hópurinn á í hlut, því að það er jafnmikil lýgi að segja "þarna eru ekkert nema örfoka melar" eða "þarna er algerlega gróin náttúruvin sem á sinn engan líkan í veröldinni".

En þetta er nú ekki það sem vangaveltur mínar snérust um í upphafi (alveg merkilegt hvað maður dregst stundum út fyrir fyrirhugað efni).

Upphaf þessara hugleiðinga var heimsókn mín og Jóns bróðurs míns í landmannalaugar árið 2002.  Ég hafði þá fjárfest í mínum fyrsta jeppa og við bræðurnir ákváðum að halda á fjöll til að njóta íslenskrar náttúru með nesti og nýjan bíl.  Lögðum við í hann frá Seltjarnarnesi seinnipartin á föstudegi og ákváðum að keyra sem leið lá í landmannalaugar.

Við komum í Laugarnar um miðnætti um kvöldið, og urðum frekar hissa þegar við komum þangað.  Síðast þegar við vorum þar saman þá vorum við þar á ferð með gamla settinu, líklega árið 1986.  Mikið hafði breyst á þeim tíma sem taldi þessi 16 ár, minningin um náttúruvinina Landmannalaugar varð að martröð.

Á þessum 16 árum hefur fjöldi ferðamanna um svæðið líklega tífaldast og það sést, okkur fanst þessi vin bernskuminninganna ekki hafa elds vel, þarna var greinilega komið langt útfyrir öll þolmörk svæðisins hvað varðar fjölda ferðamanna, og þeir blettir sem voru áður grónir með háfjallagróðri voru moldarflög ein eða á góðri leið með að verða það.  Á hlaðinu fyrir framan hið risafaxna salerni sem búið var að byggja á svæðinu, var þakið misstórum tjöldum vel yfir fyrsta hundraðið, ansi þétt raðað.

Okkur taldist til að í allt væru þarna á svæðinu eitthvað vel þriðjahundraðið og okkur fanst það fullmikið svo að við keyrðum áleyðis Nyrða-Fjallabak, þar til að við fundum góðan stað til að leggja bílnum og búast í háttin.

Í stuttu máli Landmannalaugar sem paradís á hálendi Íslands var ónýt, eða í það minnsta stóskemmd, allavega í okkar huga sem upplifðum hana tæpum tveimur áratugum fyrr, hvað þá fyrir þeim sem komu þangað á fyrstu árum reglulegra ferða þangað.

Hálendið er takmörkuð auðlind, sérstaklega sem ferðamannastaður, bæði vegna aðgengis, stutts nýtingartýma og vegna takmarkaðs þols á átroðningi og ekki skulum við gleyma því að flestir skálar á hálendinu eru byggðir af sjálfboðaliðum og að ef svo væri ekki myndi engin gera það, kostnaðurinn væri of mikill.

Þarf kanski að vernda hálendið fyrir ferðamönnum áður en langt um líður??????

Maður spyr sig...................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Sammála... ÆEg hef fengið svipaða upplifun á því að búa í Mývatnsveit.. þar sem minningin um náttúrufegurð og sól í heiði hefur snúist upp í andhverfu sína á sumrinn.. þar sem allt snýst um rekstur og það að fá sem flesta inná gólf til sín.. Það er ekki þverfóta fyrir erlendum ferðamönnunm sem skilja ekki að hraunið og blómin sem það trakar á  eða týnir er í raun friðað og verður ekki bætt ... Þannig að þótt þessir staðir séu meitlaðir í hjarta mitt.. þá get ég ekki farið á þá nema á veturnar því ég get ekki horft uppá þá öðruvísi... Landið okkar er það yndislegasta sem til er... verndum það

Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.1.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband