Ghengis.. Lán

Ghenkis Khan var mikill vígamaður sem vann lönd í Asíu og hertók sem engin væri morgundagurinn.  En veldi hans var skamlíft, og það var sem hæstiréttur hefði dæmt hann sem ólöglegan og einn góðan veðurdag var veldi hans horfið.

Sama er uppá teningnum með gengislán fjármögnunarfyrirtækjana, þau eru ólögleg og það er vel ef að menn vilja eyða allri óvissu þar um sem allra fyrst.

Mikið hefur verið rætt um meintan "gróða" þeirra sem þessi lán tóku, en það ber að hafa það í huga að engin reiknaði með allta að 120% hækkun á höfuðstól, en flestir reiknuðu með 10-25% hækkun annað hefði verið óraunhæft miðað við stöðu krónunar í góðærinu. 

Því hefur verið haldið fram að nú þegar séu erlendir kröfuhafar búnir að afskrifa bróðurpart erlendra lána og því eru fjármögnunarfyrirtækin vel í stakk búinn að taka þessa breytingu á sig þar sem ekki er er verið að senda þessa peninga úr landi eins og haldið hefur verið fram.

Það er kominn tími á að þessi meinta jafnaðarstjórn, láti skjaldborgina um heimilin virka en hingað til hefur hún verið sem forboðna borgin í Kína var um aldir, lokuð almenningi.....


mbl.is Lýsing höfðar fyrsta málið eftir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hammurabi

Veldi Ghengis Khan var ekki skammlíft.

Hammurabi, 2.7.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Nostradamus

Hvaða meinta jafnaðarstjórn??

Nostradamus, 2.7.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Nei það er hárrétt, veldi Mogóla var ekki skammlíft, og það meira að segja stækkaði töluvert eftir dauða hans og náði alveg frá Eystrasalti til Kyrrahafsstrandar Kína, um tíma.  Synir hans tóku við veldi hans að honum látnum og héldu landvinnungum áfram og má segja að áhrifa hans gæti enn.  Munurinn á Khengis Khan og mörgum öðrum stríðsherrum var helst sá að hann fékk hinar hermnumdu þjóðir til liðs við sig, setti fólk af því þjóðerni jafnvel í lykilstöður, og því varð veldi hans farsælla en ella, hann vann með hinum hernumdu þjóðu frekar en að fara um með eldi og brennisteini um hin hernumdu lönd.

Það væri kanski betri samlíking heludr en sú sem ég notaði hér í innslagi mínu um gengisláninn.

Okkar ágæta ríkisstjórn telur sig vera jafnaðarstjórn, stjórn sem gætir hagsmuna heimila og fólks í landinu, en það er örðu nær eins og dæmin sanna og það skín bara í gegn hjá viðskiptaráðherra vorum, að hann er ekki að hugsa um heimilin í landinu allt hans starf hefur snúist um eitthvað allt annað....

Eiður Ragnarsson, 2.7.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband