Ja hérna hér....

Ef Mörður hefur rétt fyrir sér, þá er stutt í það að sagan endurtaki sig, því að núverandi ríkisstjórn er einnig að sýna af sér alvarlega vanrækslu og algert gáleysi.

Lítum aðeins á dæmið:
Laun hafa ýmist staðið í stað (ef þú ert heppin) eða lækkað.Afborganir lána hafa í sumum tilvikum margfaldast.

Matvæla verð og verð á öðrum nauðsynjum til heimilisins hefur hækkað um tugi og stundum hundruði prósenta.  Skattar og gjöld hafa hækkað um umtalsverðar upphæðir.


Þetta er hinn kaldi raunveruleiki sem við glímum við í dag en samt er talað um "stöðugleikasáttmála" og "skjaldborg" og "úrræði" en ekkert af þessu er í takt við raunveruleikan.
Þeir sem fyrirgreiðslu eiga að veita (umboðsmaður skuldara, íbúðalánasjóður og bankastofnanir) nota enn sömu viðmið um greiðslugetu og þeir notuðu fyrir hrun, og því fær fjöldin allur af fjölskyldum í vanda enga úrlausn á sínum málum, heldur einugnis svörin: "sorrý, en samkvæmt okkar útreikningum áttu að gata borgað þetta...!"


Og hvað gerir fólkið, það hættir að greiða tómsstundir fyrir börnin, það fer ekki með börnin til tannlæknis, það þrjóskast við þegar meðlimir fjölskyldunar þurfa á læknishjálp að halda.  Ef þetta dugir ekki til þá eru valdir hlutir til að hætta að borga af, t.d. ganga lán sem hafa ættingja viðkomandi sem ábyrgðarmenn fyrir, og húsnæðið, eins og hægt er.


Þetta er hin kaldi veruleiki, þessi dæmi eru raunveruleg og það er þetta sem á að vera að ræða í þinginu en ekki eitthvað annað.

Yfir þessu öllu er ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna svo sofandi að það hálfa væri nóg, hún neitar að horfast í augu við vandan og álítur sín aumu úrræði vera sem himnasending fyrir hina íslendsku þjóð og allir fái úrlausn sinna mála og engin líði skort.

En biðraðir við hjálparstofnanir lengjast og lengjast.......

Hvað þarf eiginlega að hlaupa harkalega á vegginn áður en menn sjá hann?????

Núverandi ríkisstjórn er sennilega langt kominn með að hlaupa gat á veggin en sér hann samt ekki.... 


mbl.is Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband