Það er nú...

Einu sinni svo að landsþing eða aðalfundir eru æðsta vald í málefnum félagasamtaka og stjórnmálaflokka, það er tíundað í lögum allra flokka að ég held.

Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn lentu í því að sterkir leiðtogar fórum með flokkinn í hvaða átt sem þeim þóknaðist og við grasrótin dönsuðum með altof lengi og nú hefa menn verið að súpa seyðið af því undanfarin misseri.  Seyðið er beiskt og það virðist vera alveg sama hvernig tekið er til, aðeins handfylli af fólki vill sjá þá tiltekt vegna fyrri "afreka" flokksforustunar.

Nú eru VG að lenda í því sama, Steingrímmur er með sína eigin stefnu sem gengur þvert á samþykktir flokksins, í það minnsta að hluta og VG eða í það minnsta meirihluti þeirra dansar eftir strengjum formannsins.  Ég vona að VG hafi meira bein í nefinu heldur en við Framsóknarmenn höfðum á sínum tíma og sendi skýr skilaboð til Steingríms á næsta landsþingi sínu og setji hann af, það er nauðsynlegt ef þau vilja lífi halda.

Ég vildi sjá samflokksfólk mitt á þingi taka sig til og bjóða Lilju sæti í þingflokki Framsóknar, en eins og hún hefur talað þá sýnist mér að hún eigi ágæta samleið með okkur...


mbl.is „Innan múra valdsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband