Ákaflega er þetta....

Nú einkennilegt allt saman... Ég velti því fyrir mér hvenær okkur verður bannað að ganga um svæðið, því að það þurfi að vernda það...

Það að ekki megi keyra sleða um Öskju í maí, sýnir einfaldlega að þarna er fólk að taka ákvarðanir um hluti sem það hefur ekki hundsvit á. Meira að segja þegar snjór er í lágmarki eins og undanfarin ár, er hægt að vera að keyra um þetta svæði fram í júní.. Hvað er eiginlega málið...??

Vonarskarð er annar kapituli útaf fyrir sig.. Lokun á þeim vegi, er með ólíkindum, þarna eru menn búnir að ferðast á htveimur jafnstuttum, hestum og bílum, alveg frá landnámi og þessu ágæta fólki finnst bara ekkert eðlilegra en að loka þessu, þrátt fyrir að þarna sé nú þegar slóði sem fjöldin allur vill nota. 

Síðan veltir maður fyrir sér hvort að það er eðlilegt að sama fólk sem semur tillögurnar, taki við athugasemdunum og meti þær, það finnst engum gaman að láta reka eitthvað ofaní sig, það er bara mannlegt, og því auðvelt að segja bara sem svo að framkomnar athugasemdir hafi ekkert til síns máls...

Ég á eftir að keyra Vonaraskarð, það er alveg á hreinu, spurningin er sú hvort að ég geri það löglega eftir að Svandís lagar þetta eða hvort að ég geri það ólöglega í skjóli nætur einhvertíman...

Það kemur í ljós...


mbl.is Hagsmunir ákveðinna ferðahópa fótum troðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband