Mikið er....

Nú til í þessu hjá Ólínu.. og það verður hver þingmaður að líta í eigin barm ef þessi umræða á að vera á vitrænum grunni.

Í fyrsta lagi þá hefur mér sýnst það vera svo um þessar mundir að allar þær tillögur sem koma frá sitjandi stjórnarandstöðu séu ýmist arfavitlausar, of dýrar, eða einfaldlega rangar, að mati sitjandi meirihluta. Og þær eru það fyrst og fremst vegna þess hvaðan þær eru uppsprottnar.  Þannig á ekki að afskrifa hugmyndir, því orð eru til alls fyrst og hugmynd er ekkert meira en það sem hún er í byrjun, hugmynd.  Þegar hugmynd er rædd á máefnalegan og yfirvegaðan hátt án fordóma og hroka þá þróast þær og mótast, hver kemur með sitt innlegg og ef vel er unnið verður hugmyndin að framkvæmd með áorðnum breytingum.  Þetta hefur sárlega vantað í íslenska pólitík undanfarin ár.

Í öðru lagi er fyrirlitning á persónum og leikendum í þessum dansi þingmanna og kvenna að verða verulega áberandi.  T.d. er fyrirlitning hæstvirts forsætisráðherra í garð forustumanna stjórnarandstöðurnar er svo augljós að jafnvel grunnskólabörn upplifa hana, og hvernig geta menn unnið saman ef þetta er á slíka lund?  Reyndar verð ég nú að viðurkenna að stundum hefur maður upplifað það sama frá stjórnarandstöðunni en ekki eins áberandi þó.

Í þriðja lagi þá er sú list ráðamanna að segja einungis þann part sannleikans sem hentar þeim hverju sinni að verða svo þaulæfð, að það liggur við algerri fullkomnun, mikið hefur borið á því á alla kanta, og það á sérstaklega við þegar stór, flókin og viðamikil mál eru rædd og við þekkjum það t.d. þegar kvótakerfið er undir, við kynntumst því vel í Icesafe umræðunni.  Þetta er sérstaklega vinsælt í þeim málum sem fá óskipta athygli fjölmiðla.

Í fjórða og síðasta lag (í bili að minnsta kosti) vantar alveg alla auðmýkt í ráðamenn,  en í auðmýktinni fellst sá hæfileiki að geta viðurkennt að hafa rangt fyrir sér og sá hæfileiki til að viðurkenna mannlegan breiskleika og sín eigin mistök.  Við sjáum það alltof oft að frekar enn að viðurkenna mistök fara yfir þau og læra af þeim er klórað endalaust yfir og oft er það með áðurnefndan "hálfsannleik" að vopni, ásamt því að kenna utanaðkomandi aðstæðum um það sem í raun er ekkert nema mannlega mistök.

Einstein sagði að ýmindunarafl væri mikilvægari en þekking, þekking er takmörkuð en ýmindunaraflið spannar alheiminn..

Það má heimfæra það á pólitíkina að vissu leyti að hugmyndaflug sé mikilvægara en staðreyndir, í það minnsta þegar leitað er lausna á vandamálum, þá þarf að nota hvoru tveggja staðreyndir og hugmyndflug.

Uppskriftin er einföld:  Staðreyndir í bland við hugmyndir, bæði varfærnar og djarfar.  Þessu er hrært saman og skellt í mót, og bakað í miklum umræðum og hugarflugi þar til að út kemur fullmótuð aðgerð, tilbúin til framkvæmda.

Ef að hluti þeirra sem á að skila inn hugmyndum eða staðreyndum og hluti þeirra sem á að taka þátt í hugarflugi og umræðum er útilokaður, þá verður þetta aldrei nema hálfbökuð ólánskaka og það er það sem við erum að upplifa í þessari blessaðri pólitík í dag.

Og höfum í huga.. að sjaldan veldur einn þá er tveir deila...

Góðar stundir.


mbl.is Alþingi hefur sett niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Margt til í þessu hjá þér Eiður.

Sérstaklega þetta með auðmýktina.

Íslenskt alþingi hefur alltof lengi glímt við það að stjórnarandstaða er í hlutverki "geltarans" í hópnum sem ekki hefur neina ábyrgð eða aðkomu.

Á öllum öðrum vinnustöðum væri þetta álitið vinnusvik eða léleg nýting vinnuafls...

Magnús Þór Jónsson, 15.4.2011 kl. 14:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...að sjaldan veldur einn þá er tveir deila..."

Nema deilt sé með tveimur

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2011 kl. 01:26

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já Maggi það væri einföld og þægileg vinn að mörgu leyti að blaðra bara á móti öllum hugmyndum vinnufélagana... Ef maður væri í "á móti" hópnum...

Og það að ignora algerlega tæplega helminginn af vinnufélögunum og allar þeirra hugmyndir og afskrifa þær sem barnalegar og vitlausar...

Hvaða vinnustaður myndi standa undir svona hegðun?? Þetta fyrirtæki færi lóbeint á hausinn.. og það er alveg sama hvar þú berð upp þessa samlíkingu, fjölskyldan myndi splundrast, vinahópurinn hverfa og svo framvegis....

Eiður Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband