Hverjar voru athugasemdirnar....

Við frummatsskýrslu Vegagerðarinnar um Axarveg..??

Umferðarkönnun.

Umferðarkönnun náði ekki til umferðar eftir kl 23:00 en megin umferð þungaflutninga fer fram að næturlagi, og því vantar þá umferð alveg inn í jöfnuna. Miðað við vitnisburð flutningafyrirtækja á Austurlandi fer yfir 95% af öllum þungaflutningum um firði og ólíklegt að nýr vegur um Öxi breyti nokkru þar um. Þessu til stuðnings má benda á síðu 14 í umferðarkönnuninni þar sem fjöldi þungra bifreiða nær ekki 2% en það er mun minna en eðlilegt má teljast á þessum tíma árs, þegar aðföng og flutningar inn á Austurlandið eru í hámarki.

Þessu andmælir Vegagerðin í sínu svari til nefndarinnar og telur að það hafi óveruleg áhrif á könnunina að það var ekki verið að kanna umferð að nóttu til og bendir einnig á að það sé hagur flutningafyrirtækja sem og annarra að fara styðstu leið.  Einnig bendir Vegagerðin á að hluti þungaumferðar í heildarumferð sé innan við 6% og því ekki um mikla skekkju að ræða.

En ég verð að bæta því við að í þessu samhengi er Öxi ekki styðsta leið því að tvö stærstu fyrirtækin í landflutningum á Íslandi eru í dag að keyra firðina og munu gera áfram því að umsvif þeirra á Reyðarfirði eru mun meiri en á Héraði. 

Hæpið er að reikna með því að 90% þeirra sem leið eiga um þessi vegamót, kjósi að aka Axarveg þó að hann væri uppbyggður eins og gert er í skýrslunni. Þessi útreikningur er byggður á umferðarkönnun sem framkvæmd var við vegamótin fimmtudaginn 17. júlí og laugardaginn 19 júlí. Nær 80% ökumanna eru í sumarleyfi, og innan við 20% fara veginn oftar en en mánaðarlega. Einnig eru um 50% af ökumönnum erlendir, og breytir það miklu um endanlega útreikninga þessa models. Mun eðlilegra hefði verið að reikna með því að 50% vegfarenda myndi velja styttri leið og taka þar með tillit til áðurnefndra þátta.

Þessu hafnar Vegagerðin einnig, á svipuðum forsendum og fyrstu ábendingunni er hafnað, en það sama á við hér að þetta er spurning um áfangastað, það verður alltaf betra fyrir þá sem búa og starfa í Fjarðabyggð og fyrir þá sem þangað eiga erindi að fara firðina og í Fjarðabyggð búa um 5.000 manns sem er ansi stór hluti íbúa fjórðungsins sem telur um 12.000 manns ef ég man rétt.

Í Eftirmála umferðarkönnunar (bls. 18) er bent á marga óvissuþætti sem gerir könnunina óáreiðanlegri en ella, og full ástæða er til að taka það til athugunar.

Ég hvet alla til að skoða könnunina og óvissuþættina og annmarkana sem Vegagerðin bendir sjálf á í sinni eigin könnun 

Stytting um Berufjarðarbotn.  Í skýrslu um lífríki og fjöru í Berufiriði er ekkert sem mælir gegn því að styðsta mögulega leið sé farin, en er það stytting uppá rúma 4 km. Hámarksstytting um Berufjarðarbotn ætti hér að vera markmið.

Niðurstaða könunnar leirunnar eru á þá leið að lífríkið í leirunum sé fremur fábreitt og engar sjaldgæfar tegundir dýra eða þörunga fundust á svæðinu, né heldur tegndir sem ástæða þykir til að vernda.Val á veglínu um Berufjarðarbotn.

Við val á veglínu ætti að velja styðstu mögulegu leið,   ÁDU um gatnamótin er samkvæmt umferðarkönnun 216 bílar, en samkvæmt heimsíðu Vegagerðarinnar fara 177 bílar um teljara sunnan Axarvegamóta, en 228 Norðan vegamóta. Sé miðað við að um 200 bílar keyri Berufjarðarbotn á degi hverjum að jafnaði og aki áfram út Berufjörð er styðsta leið að spara um 800 km á degi hverjum eða sem samsvarar 292.000. km. á ári. Ef notaðar eru áætlanir um 70 ádu um Berufjörð er mesta stytting að spara 102.000 km á ári. Sú áætlun er þó fjarri lagi, umferð um Berufjörð er mun meiri (ÁDU um Streiti eru 187 bílar.) Það eru því mikil og sterk rök fyrir því að fara styðstu leið með þennan veg.

Hér man ég ekki svo glöggt hvað Vegagerðin sagði um þennan lið, enda held ég að þarna sé fagaðilanum í raun sama hvaða lína er farin enda bjóða þeir sjálfir upp á 4 veglínur.  Hinsvegar hafa sumir ábúendur í Berufirði og íbúar á Djúpavogi lagst gegn styðstu leið og það yfirleitt á forsendum náttúruverndar eða sjónmengunar.

Reyndar gerir Vegagerðin athugasemdir við umferðartölurnar sem hér eru birtar fyrir ofan, enda hafði víxlst umferðarþungi beggja megin Axarvegar, en meiri umferð er sunnan þeirra en norðan, öfugt við það sem stendur í textanum hér að ofan.  Sennilega hefur þessi villa haft áhrif á svör Vegagerðarinnar.

Hönnun gatnamóta. Ákaflega hæpið er að reikna með mikilli minkun umferðar um norðanverðan Berufjörð, í kjölfar Axarvegar, gera má ráð fyrir því að umferð verði áfram meiri um Berufjörð, og má benda á vafaatriði í umferðarkönnuninni því til stuðnings, því eiga gatnamót að taka mið af og með tilliti til umferðaröryggis, og þungaflutninga sem eru að mestu um friði, þá á hönnun gatnamóta að taka mið af því.

Hér er einungis bent á þá staðreynd að umferðarþungi er alltaf látin stjórna hönnun gatnamóta, og er hægt að benda á fjölmörg dæmi því til stuðnings, t.d. við Höfn og Breiðdalsvík svo að við notum dæmi hér að austan, og þetta fyrst og fremst umferðaröryggismál.

Samanburður leiða. Bent er á að ekki sé gerður samanburður á öðrum valkostum en Öxi í matsskýrslunni en það er víðtekin venja þegar matsskýrslur af þessu tagi eru unnar að benda á mögulegar aðrar leiðir ef að ekki fæst samþykkt að leggja veginn eins og hann er hannaður á hverjum tíma.

Þessu hafnar Vegaerðin einnig og telur ekki að það sé hægt að bera saman aðra kosti við Axarveg með tilliti til styttingar leiða.  Það er gott og gilt að mínu viti, en það hefði nú ekkert kostað þá mikið erfiði að bæta inn nokkrum línum um mögulega aðra valkosti.

Þetta eru nú öll ósköpin, sem allt fjaðrafokið er útaf, og mér finnst það merkilegt hvað er hægt að blása þetta mikið upp í fjölmiðlum, en ég hygg að það sé einmitt tilgangurinn því illt umtal er betra en ekkert umtal og nú er aftur farið að ræða kosti og galla Axarvegar í fjölmiðlum, hægri vinstri og ég held að það hafi í raun verið tilgangur Oddvita Djúpavogshrepps með sínum ummælum á laugardeginum fyrir páska.

Það má því síðan við bæta að ég tel líklegt að skipulagsyfirvöld á Djúpavogi séu sammála Umhverfisstofnun þegar kemur að athugasemdum þeirra um styðstu mögulega veglínu í Berufirði en ósammála þegar ræða á aðrar athugasemdir við sömu framkvæmd.. Hverju svo sem það sætir.

Ég persónulega tel umsögn Umhverfisstofnunar frekar ýkta, áhrifin eru að mínu viti fyrst og fremst sjónræn og þau eru töluverð, en hvaða vegur hefur ekki áhrif á landslagið sem hann liggur í gegnum ég bara spyr...??

Og eitt að lokum.

Er það alger tilviljun að það hefur aldrei hvorki fyrr né síðar mælst jafnmikil umferð um vegamótin í Berufjarðarbotni og yfir Öxi en einmitt á laugardeginum 19 júlí.

Ég veit ekki, en veit það einhver annar..?? 

Ég vil að lokum taka það fram þvi að það virðist vera nauðsynlegt, að mitt blogg er skrifað af mér, og endurspeglar mínar skoðanir sem einstaklings en ekki Bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og og ég einn ber ábyrgð á því sem að hér kemur fram.. Aðrir meiga hafa þær skoðanir sem þeir vilja á mér og Axarvegi það er öllum frjálst og á meðan umræða  er málefnaleg, þá er hún til góðs.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ágæt samantekt hjá þér, Eiður.

Vil þó gera smá athugasemd við eitt orð sem þú notar mikið í pistlinum, sem er "styðsta". Þetta orð er ekki til í íslensku, en þú átt auðvitað við "stysta".

Þetta er nokkuð algeng ritvilla sem á rætur að rekja til mál og framburðarvillu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2011 kl. 22:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég setti inn athugasemd á bloggsíðu Andrésar Skúlasonar. Lítið málefnalegt í svari hans.

  "Þér kippir auðvitað í kynið sem sönnum Reyðfirðing að meta framkvæmdina með þessum hætti"

Segir Drési.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband