Hvaða áhrif...

Mun þetta hafa...?

Komi til þessarar skattheimtu , leggst þessi skattur á byggðir sem byggja á fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða. Áhyggjur eru einfaldlega þær að framangreindar hugmyndir munu að öllum líkindum leiða til þess fjármagn verði fært frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.

Vífill Karlsson hagfræðingur hefur sýnt fram á að skatttekjur af landsbyggðinni eru u.þ.b. tvöföld sú upphæð sem ríkið eyðir á landsbyggðinni. Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega að af hverjum tveimur krónum sem landsbyggðarfólk borgar í skatt fer ein króna í að byggja upp opinbera þjónustu í heimabyggð en önnur króna í sameiginlega þjónustu í Reykjavík. Ef farið er aðeins dýpra í þess umræðu hefur málum verið þannig fyrir komið að 75% af ráðstöfun tekna ríksins er á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 25% utan þess. Um 42% af þeim fjármunum sem ríkið aflar með sköttum kemur frá höfuðborgarsvæðinu, en 58% utan þess.

Er þetta ekki orðið gott.. ?? Væri nú ekki nær að fara skila þessari "auðlindarentu" til sjávarbyggðana, því að það er ekki nóg að það sé útgerð og kvóti ef að krónurnar sem koma inn fyrir pakkan renna allar í ríkissjóð sem skiptir þeim svo með þeim ósanngjarna hætti sem bent er á hér að ofan.

Nær væri að þessir fjármunir rynnu óskiptir til sjávarbyggðanna hver einsasta króna og kæmu þær að góðum notum þar í uppbyggingu á þjónustu við fólkið í sjávarbyggðunum, en skortur á þjónustu er stundum nefndur sem einn af áhrifavöldunum þegar ræddur er búferlaflutningur af landsbyggðinni.

En rennið endilega yfir þessar tölur hér að ofan.. Mér finnst þetta sláandi og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að stokka spilin og gefa uppá nýtt..

 


mbl.is 30% gjaldsins til sjávarbyggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...nú vantar miðstýringar flokkunum meiri peninga til að halda uppi embættismönnum og gæluverkefnum. Einhver þarf að borga fyrir Hörpuna, þjóðleikhúsið, óperuna, synfóníuna, listamannalaunin, kynjaða hagstjórnartækni, jafnréttisstofu, grænar hjólaleiðir, kofa við laugarveg, menningarnótt o.s.frv. o.s.frv.

Það er svo þægilegt að mjólka bara fólk og fyrirtæki sem skapa verðmæti.

Njáll (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband