Kodak moment

Sú var tíðin að eina leiðin til að deila myndum með vinum kunningjum og fjölskyldu, var að bjóða í kaffi, setjast svo niður og renna saman yfir albúmin eða litskyggnurnar og deila þeirri stundi saman.

En tæknini fleygir fram og að sumu leyti til góðs en að öðru leiti til hins verra.  Það sem er betra er það hvað það er auðvelt að taka myndir og geyma þær, það er mun ódýrara og því er tekið meira af myndum.  Einnig er mun auðveldara að deila þeim með öðrum í gegnum veraldarvefin eða á afrituðum geisladiskum sem ákaflega auðvelt er að fjölfalda og dreifa að vild.

En það er "down site" á þessu máli og það er félagslegi þátturinn er horfin að miklu leiti, það er ekki sama stemningin sem fylgir myndaskoðuninni og áður og það er bara einhvernvegin ekki það sama að skoða myndirnar á tölvuskjá þó að margir séu saman komnir til að skoða herlegheitin...

En engu að síður þá við ég deila með ykkur sem álpist hingað inn slatta af mínum minningum sem settar eru saman með stafrænum hætti, og hef því bætt inn tengli hér á þessa síðu þar sem hægt er að fara og skoða "kodak moments" úr minni eigu undir nafninu fleiri myndir (frumlegheitin tröllríða öllu hér)

Einig hafa félagar mínir og vinir sem ekki skrifa á þennan vef Morgunblaðsins fengið sinn sess og vil ég benda sérstaklega á vin minn Henning Þór Aðalmundsson en hann er gersamlega forfallin veiðimaður og síðan hans ber keim af því.

En nóg hamrað í bili adios

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband