Af gangamálum

Nú nýlega var haldin fjölmennur fundur í Valhöll á Eskifirði, þar sem rædd voru smgöngumál.  Vel var mætt á þennan fund af frammámönnum okkar í vegamálum og var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra einn af þeim.  Því miður gat ég ekki setið þennan fund og fanst mér það miður, en eftir að hafa talað við þá sem þar sátu og fengið fregnir af fundinum hjá þeim, þá skilst mér að ekki hafi ég nú misst af miklu.

Eftir þennan fjölnmenna fund kom engin niðurstaða ráðherra vegamála á íslandi hefur ekki dug eða vilja til að vinna að nauðsynlegum vegabótum í fjórðungnum, hvort sem um er að ræða endurbætur eða nýframkvæmdir.  Ekki gat hann einu sinni lofað því að ónýtur vegur um Hólmaháls yrði lagaður, þrátt fyrir þreföldun á umferð um þann veg.

Nei ég ætlaði að hrósa Sjálfstæðismönnum hér í Fjarðabyggð fyrir þetta framtak sitt (að halda þennan fund) en þegar ekkert kemur útúr slíkum fundi þá finnst mér nú ekki að hrósið geti verið mikið, en geri mér jafnframt grein fyrir því að ekki geta þeir borið ábyrgð á dugleysi ráðherrans.

En eitt kom þó þarna fram "það á að hefja ransóknir á næstunni við Oddskarðsgöng"  Jú auðvitað er það jákvætt en "á næstunni" er frekar loðið og teygjanlegt.

En svona til fróðleiks þá læt ég fylgja með hluta úr skýrslu Vegagerarinnar um Oddskarðsgöng, þar sem tíundað er hvað þarf rannsaka meira, og ekki er það nú ýkja mikið, og ætti því að vera hægt að klára það á næsta sumri:

"5.7 Frekari rannsóknir vegan Norðfjarðarganga.

Nauðsynlegt þykir að bora nokkrar holur ofan við álitlegasta gangamunna og innar á gangaleiðunum eftir því sem aðgengilegt er. Hlíðar Eskifjarðar og Fannardals eru brattar og ekki aðgengilegar til umferðar með þung bortæki án slóðagerðar.  Í Eskifirði væri nærtækast að fara vestur frá vegslóðum er liggja að vatnsbólum á Lambeyrardal ofan þéttbýlisins. Ef mjög erfitt verður með umferð bortækja vestur að jarðgangaleiðum, gæti hugsast að bora hjá Þverá, nokkru innan við gangaleiðina.  Það er þó ekki æskilegasta staða. Rétt þykir einnig að skoða aðeins möguleika á munna fast utan við Bleiksá, austan við kirkjuna.

Í Fannardal þarf að fara yfir Norðfjarðará innarlega á dalnum og í sneiðingum upp suðurhlíðina. Æskilegt væri að bora a.m.k. tvær holur í gegnum setbergslögin til að kanna styrk og breytileika í gerð þeirra.  Samtals yrðu þetta 900-1000 metrar af kjarnaborun."

Skýrsluna má lesa í heild sinni á heimasíðu Vegagerðarinnar hér: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Nordfjardargong_skyrsla/$file/Nordfjardargong_Skyrsla.pdf

Nú ríður á að menn taki höndum saman og krefjist þess að farið verði í þessa vinu í sumar og henni lokið í haust þannig að veturinn geti nýst í undirbúningsvinnu, þannig að hægt sé að hfjast handa strax á næsta ári.  Ríkið verður að klára sinn pakka hvað varðar þessa innviði samfélagsins til að þetta stóra verkefni sem hér er í gangi verði farsælt öllum íbúum svæðisisn til hagsbóta.

Tengjum byggðir borum fjöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja Eiður þetta virðist ganga nokkuð vel hjá ykkur.
Hér er allveg rífandi gangur hjá Sjálfstæðisflokknum:)
kveðja
Sú í 12 sæti

Bryndís (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband