Mér finnst kaffi gott

Ég man eftir því þegar ég var krakki hvað Eið frænda, sem lengi var vinnumaður hjá foreldrum mínum, fannst kaffi gott.  Það var ekkert mál fyrir mömmu að fá hann til að vaska upp, það eina sem þurfti að lofa var kaffibolli á eftir og þá stökk drengurinn í verkið með bros á vör.

Hann var ekki nema 12 ára og Þórunnborgu (mömmu) þótti nú ekki mjög gáfulegt að leyfa piltinum að drekka kaffi í tíma og ótíma.  En ég aftur á móti sem var svona kanski rétt hættur að skríða eða rúmlega það, fanst alveg merkilegt að einhver yfir höfuð, hvað þá frændi minn sem rétt var skriðinn á unglingsaldur skildi drekka þennan illa lyktandi og vonda drykk.

En tímarnir breytast og mennirnir með, og nú er þessi mjöður sem smíðaður er úr handtíndum brenndum baunum, í miklu uppáhaldi hjá mér, og svei mér þá ef ég drekk ekki alltof mikið af þessum vökva.  Í ljósi þess hve kaffi skipar stóran sess í minni daglegu neyslu á drykkjarföngum, þá kom í ljós að langþrjóska (gott nýyrði ekki satt?) mín var borin yfirliði (ofurliði) af þörfinni fyrir reiðilestur Samúels vinar míns og kaffibolla úr hans höndum.

Því fór ég í gærmorgun (það voru ekki liðnir tveir sólahringar frá úrsögn minni úr kaffiklúbb Samúels Svarta og Myrkrahöfðingjans Ásmundar) sem ég fór undir því yfirskini að kaupa skrúfjárn, í kaffi til þeirra tveggja.  Þegar ég og Samúel vorum búnir að leita af okkur allan grun um að það fengist ekki hjá honum gott skrúfjárn sem skrúfar fyrir horn, gat ég með svona þokkalegri samvisku fengið mér plastmál af svörtu kaffi með slurk af G-mjólk og mola.(Maður er nú meiri helv..... auminginn.)

En ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum því að þessum ágætu helbláu mönnum lá bara ekkert á hjarta þrátt fyrir að sá kvittur væri farin að berast um bæinn að við (Framsóknarmenn) værum farin að ræða um myndun meirihluta með Fjarðarlistanum.

En þeir ausa eflaust yfir mig seinna

Kaffi er gott!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband