Vertíð....

Í fyrsta skipti síðan ég hætti að vinna hjá Búlandstindi á Djúpavogi, stefnir í það að maður verði að vinna yfir páskana.

Ég get nú ekki sagt að ég hafi saknað þess að vinna um páska, og man það hvað maður var oft ekki kátur yfir því að þurfa að vinna allan daga nema skírdag og páskadag og allir hinir dagarnir voru undirlagðir í aðgerð eða trillulöndun, eða bæði.

Nú ber svo við að hér er allt á fullu og allt á að fara í gang annan í páskum og því mikið að gera.

Maður gerði sér svo sem grein fyrir því að þegar þetta fyrir tæki réð mig í vinnu að það yrði ekki víst að maður fengi frí yfir hátíðsdaga í framtíðinni, en nú er allt að gerast og mikið fjör í vinnunni.

GLEÐILEGA PÁSKA.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Sæll gæskur,

Vinnan göfgar manninn   Gleðilega páska og passaðu þig nú á öllum páskaeggjunum!

En meðan ég man vil ég þakka þér og fyrirtæki þínu fyrir þá hlýju sem sveif yfir landið í síðustu viku, voru þið ekki að kveikja á einhverjum tækjum hjá ykkur, allt gott kemur að austan!  Hef sagt það og segi það enn og aftur..... allt gott kemur að austan

Óttarr Makuch, 7.4.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband