Þurkur....

Mikil bloggþurð hefur hrjáð undirritaðan að undanförnu.   Hafði eiginlega lofað því upp í ermina á mér að setja eitthvað hér inn daglega en það hefur nú ekki aldeilis gengið eftir.   En nú ætla ég reyndar að fara herða mig í þessu.

Samt finnst mér að maður verði að hafa eitthvað að segja til að setja niður penna (eða berja niður lykli væri réttara) en bara svona til að halda einhverju lífi hér þá verður stundum að setja hér inn eitthvað léttvægt.

Skrapp í borgina um síðustu helgi með hele familien, ýmislegt skoðað og og þar m.a. bílasýningin ógurlega í Höllinni, og varð maður nú frekar lasin eftir þá heimsókn. Ekki voru það nú samt einhver Egg frá Svíalandi eða 90 miljón króna Porche sem helluðu mig mest, heldur var það gamall Land Cruser af 80 gerð sem komin var á barða af stærð 46.  MAGNAÐ!!!!!! Vá svona ætla ég að fá mér þegar ég verð stór, mikð helv... var þessi 12 ára gamli JEPPI (með stórum stöfum, takið eftir því) glæsilegur.....

En þarna voru margskonar bílar af öllum stærðum og gerðum og mjög gaman að litast þarna um og láta sig dreyma örlítið.

Að lokum, ég vil gjarnan fá hér inn mikið af kveðjum og athugasemdum, en skemmtilegast er það ef að viðkomandi nafngreini sig.  En fyrir þá sem ekki treysta sér til þess og vilja samt setja inn athugasemdir, þá geta þeir sent mér tölvupóst á emilið mitt sem er: eidurr@simnet.is 

Nóg bullað í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband