Kvótinn.......

Var að spekulera....  Hvaða byggðir eru best settar hér fyrir austan varðandi kvóta, og hvar hefur hann minnst minkað???

Líklega er Norfjörður þar á meðal ásamt Eskifirði, og Höfn í Hornafirði.

Þessar  byggðir ættu að vera sterkastar hér fyrir austan vegna sterkrar kvótastöðu, en annað er nú raunin.  Áður en ákvörðun var tekin um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi þá voru þessir staðir ekkert síður en aðrir í bullandi vörn, fólki fækkaði á þessum stöðum, rétt eins og í fjórðungnum öllum.

Ef rök hörðustu andstæðinga kerfisins eru rétt þá ættu þessir staðir að hafa blómstrað umfram aðra því að ekki var búið að selja þaðan kvótan og því næg atvinna handa öllum.

Nokkrir þættir eru sem valda því að ekki er neitt betra ástand þar sem kvóti er,  umfram aðra staði.

Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað umtalsvert undanfarinn áratug, og dæmi eru um að afköst vinslustöðva hafi tífaldast, en mannaflaþörfin dregist saman um meira en helming á sama tíma.  Störf í vinnslunni eru yfirleitt illa launuð og ungu fólki finnst vinnan ekkki eftirsóknarverð og því vill fólk leyta annað.

Þessi atriði og fleiri valda því að til að blómleg byggð haldist þá er ekki nóg að aflaheimildir séu til staðar heldur þarf fjölbreytni í atvinnulífið og fleiri stoðir til að byggja á.

Þessar stoðir og þessi fjölbreytni eru nú í gangi hér fyrir austan og því er nú orðin viðsnúningur í íbúaþróunn í fjórðungnum, sem betur fer.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Kvóti einn og sér "reddar" ekki byggð, svo mikið er víst, við sjáum dæmi þess alsstaðar í kringum okkur.   Það þarf að koma eitthvað meira til en ég er því miður ekki með neinar töfralausnir á því í kollinum, en fjölbreytileiki í atvinnulífi er einn af þeim þáttum sem virðast vikta þungt. 

Þeir staðir sem geta státað af nokkuð fjölbreyttri atvinnu eru ekki eins mikið í vörn og þeir sem byggja sitt á einni eða tveimur atvinnugreinum.

Menntun er annar þáttur fólk þarf að hafa aðgang að menntun, og tækifærum til að auka við þekkingu sína með hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum.

Samgöngur eru einn þátturinn enn, en bættar samgöngur geta líka haft neikvæð áhrif til skemmri tíma, en langtímáhrifin eru góð, og það þarf að gera mun meira í því að tengja byggðir með góðum og öruggum samgöngum.

Þjónustustig þarf að vera gott, það fer reyndar oft saman með fjölbreytileika í atvinnulífinu, en margt fólk vill hafa aðgang að góðri þjónustu, í sinni heimabyggð eða nærliggjandi byggðum, og þar komum við einmitt inná samgöngur aftur.

Eiður Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband