Barnabætur....

Ættu að vera eitt af kosningamálunum.  Ég hef áður talað um það að tekjutengingar eigi rétt á sér ef þær eru á vitrænum grunni, en skerðing barnabóta er ekki á vitrænum grunni.

Vitið þið að skerðing byrjar þegar hjón hafa náð 2.231.195.- í tekjur á ársgrundvelli bæði launatekjur og fjármagnstekjur.  Þetta þýðir að laun sem eru yfir 185.932.- á mánuði samanlagt hjá hjónum skerða bæturnar.

185.932.-  Ekki þykir mér það nú vera há mánaðarlaun hjá tveimur einstaklingum eða um rúm 90.000.- á mánuði rétt við skattleysismörk....

Þetta þýðir það að um leið og þú ert farin að þéna yfir skattleysismörkum þá skerðast bætur...  Þessi skerðing´ætti ekki að byrja fyrr en í fyrsta lagi í 3 miljónum, en þá mætti hvor aðili fyrir sig hafa um 125.000.- í laun á mánuði áður en skerðing kemur til og ekki myndi ég vilja halda því fram að það séu há laun heldur, og það ætti kanski að fara alveg í 4 miljónir sem þýddi að laun hvors aðila mættu fara í 166.000.- áður en skerðing kæmi til.

Einstætt foreldri má ekki fara yfir 92.966.- á mánuði þá tekur skerðingin að sneiða af bótunum, og hér ættu sömu reglur að gilda um hækkun viðmiðunarmarka.

Þetta á að endurskoða.............. sem fyrst.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu þá að tala um hjón/einstætt foreldri með eitt barn eða fleirri? Athyglisvert ef ég má ekki hafa meira en 92 þús í tekjur sem einstætt foreldri með 2 börn.. Ég hef búið erlendis undanfarin ár svo ég er ekki inn í þessu en ég vona bara að þetta sé ekki rétt

Björg F (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Björg, þetta kerfi er frekar ósanngjarnt

Inga Lára Helgadóttir, 23.4.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Skerðingin, eins og ég hef áður bent á stjórnast af tekjum, og skerðingarm0rkin eru nánast þau sömu á einstætt foreldri og hjón, en munurinn liggur í því að óskertar bætur einstæðra foreldra eru 232.591.- með fyrsta barni og síðan 238.592.- með hverju barni umfram eitt og ofan á það leggst síðan 56.096.- ef barnið/börnin eru yngri en 7 ára

Hjá hjónum eru óskertar bætur 139.647.- með fyrsta barni og síðan 166.226.- með hverju barni eftir það og sama "álag" er fyrir börn undir 7 ára aldri þ.e. 56.096.-

En til að gæta nú þess að allt komi fram þá er barnabótaauki (56.096.- álag vegna yngri en 7 ára) ekki tekjutengdur.

Eiður Ragnarsson, 23.4.2007 kl. 02:36

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Góður punktur, kæri félagi

Arnfinnur Bragason, 23.4.2007 kl. 09:19

5 Smámynd: Davíð Bragason

Ég sem hélt að bæturnar hérna á Írlandi væru slæmar, mér reyknast að með einu barni fái maður um 256.000 ISK á ári. Þessar bætur eru ekki tekjutengdar á móti kemur að hérna eru leikskólagjöld mikklu hærri. Ég borga um 70.000 á mánuði og þykir það frekar vel sloppið

Davíð Bragason, 23.4.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband