Blogg....

vinir,  ég á nokkra slíka.

Fyrst þegar ég byrjaði að blogga þá tíndi ég inn fólk sem skrifaði skemmtilega pitla og bauð þeim að gerast mínir bloggvinir, og flestir þáust boðið.

Síðan fór ég að tína inn mína vini og félaga sem hér eru einnig að berja niður lykli, og svo hafa nokkrir sóst eftir því að vera mínir vinir og ég hef jánkað þeim flestum, eftir að hafa lesið þeira skrif og fundist skemtileg...

Þetta ágæta fólk sem ég þekki sumt ekki neitt, nema í gegnum bloggið, dielir ekki alltaf sömu skoðunum og ég á ýmsum hlutum en það geriri ekkert til því að það væri nú lítið gaman af lífinu og tilverunni ef allir væru sammál um alla möguleg og ómögulega hluti.

En nú ber svo við að einn af mínum vinum er týndur, og ég sakna hans töluvert, eða ölluheldur lyklabarningi viðkomandi.

Valaj sem ég bauð að gerast bloggvinur fyrir allnokkru er týnd, og ég velti því fyrir mér hvað hafi orðið um hennar frábæru pistla um lífið og tilveruna.  Ég vil ekki móðga nein eða gera lítið úr neinum, en ég er þeirrar skoðunar að hún er einn besti penni sem hér inni hefur skrifað, hennar pistlar eru vel skrifaðir þankar um málefni líðandi stundar af ýmsu tagi...

Hvar er Vala?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband