Að berja sér á brjóst.....

Og eiga það ekki skilið, er velþekkt fyrirbrigði sérstaklega í kringum kosningar..

Fékk bleðil frá Samfylkingunni inn um lúguna fyrir helgi og var að fletta honum áðan, og þar fara Ktistján, Einar og félagar mikinn og minnast m.a. á samgöngumál, og mikilvægi þeirra fyrir fjórðungin.

Þessi sami flokkur stoppaði langtímaáætlun til vegamála í þinginu þannig að ekki var hægt að hefja rannsóknir á t.d. svokölluðum miðfjarðargöngum.  Ekki gæfulegt það.

Einnig fara þeir mikinn í tali sínum um heilborun, sem er s.s. gott og blessað, en hefði ekki verið nær að sýna það í verki, og samþykkja langtímaáætlunina í þinginu, til að hægt væri að fara að vinna í þessum málum af einhverri alvöru, í stað þess að stöðva málið og nýta sér það svo til atkvæðaveiða.  Það hefði s.s. nýst jafnvel sem kosningamál þó að langtímaáætlun hefði verið til staðar.

----------------------------------------------------------------------

Sjálfstælðisflokkurinn er í sókn, hér í kjördæminu, og virðist þeim ætla að takast það að eigna sér, og sér eingöngu, heiðurinn af uppganginum sem er hér fyrir austan.  Ekki það að að þeir eigi ekki hlutdeild í þessum árangri, heldur vita það allir sem vilja vita að þeir silgdu yfirleitt lygnan sjó á meðan Framsókn barðist með odd og egg fyrir því að þetta mál næði fram að ganga.

Einnig eru samgöngumálin eitthvað að vefjast fyrir þeim því að ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum, að ekki hafi ein einasta tillaga komið frá þingflokki Sjálfstæðis um jarðgangaframkvæmdir í fjórðungnum, þegar að þær voru lagðar frá þingflokknum inní samgöngunefnd.

Ekki Norfjarðargöng, ekki Vaðlaheiðargöng, ekki Miðfjarðargöng..... Engin göng......  Skyldu þeir hafa óttast það að styggja borgarbatteríð og þeirra kröfur um síaukið fjármagn til framkvæmda í borg óttans, eða voru þeir einfaldlega ekki til í það að fara að skoða alvarlega að standa við gefin loforð um bættar samgöngur hér í kjördæminu????

Einnig er vert að velta því fyrir sér fyrir á Austfirðinga sem eru að velja sér lista til að merkja við þann 12 maí, hvort að þeir séu tilbúnir að styðja mann í fyrsta sæti Sjálfstæðis, sem lýsti því yfir á síðasta kjörtímabili, að það væri nauðsynlegt að bjóða fram sér Akureyrarlista til að tryggja hagsmuni Akureyringa.......

Verður Kristján þingmaður Akureyringa eingöngu eða hvað?????

----------------------------------------------------------------------

Vinstri grænir...... ja ég veit nú eiginlega ekki hvað maður á segja um þann flokk....

Ég get ekki skilið hvar þetta ágæta fólk fær stuðning við sinn stöðvunarmálstað, sérstaklega hér þar sem við erum að sjá árangur aðgerða sem þeir vildu, og vilja helst enn, stöðva

"Eitthvað annað" söngurinn glymur nú í eyrum okkar austfirðinga sem einungis lélagur fimmaurabrandari, og það að týna fjallagrös er eitthvað sem einn og einn austfirðingur gerir sér til dundurs til að eiga svona eins og í eina súpu og eitt brauð og nokkra tebolla.....

Það er nú alveg ljóst að þessir þrír bókstafir eru nú ekki bleksins virði á kjördag...............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafliði Hinriksson

Æji ert þú nú dottinn í þennann pakka líka, að tína fram það sem er ekki gott hjá hinum flokkunum.

Hafliði Hinriksson, 3.5.2007 kl. 08:43

2 identicon

Mér finnast nú bara allir bókstafirnir sem ég hef úr að velja á kjördag vera rusl, og þá sérstaklega B og D, en það er nú bara ég :)

Anna Berglind (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 23:51

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hafliði, ég er nú ekki að tína það til hvað sé vont hjá ofantöldum, heldur er ég einungis að benda á misræmi í orðum og svo gjörðum.

Ofantalin atriði eru staðreyndir sem menn eiga að hafa í huga þegar hlustað er á ræður viðkomandi.

Til dæmis samgöngumálin, flestir af frambjóðendum allra lista tala um samgöngumál sem eitt af aðalhagsmunamálum kjördæmissins og því þykir mér vera ákveðið misræmi í þeim málaflokk nú miðað við það sem á undan er gengið.

Eiður Ragnarsson, 4.5.2007 kl. 00:29

4 Smámynd: Hafliði Hinriksson

Jújú, þú mátt eiga það að þú ert ekki farinn að níða skóinn af  hinum flokkunum eins og maður sér alltof víða....

Hafliði Hinriksson, 4.5.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband