Senn brestur á......

Sumarfríið, en fyrstu vikuna af því ætla ég að halda á fjöll með öðrum meðlimum Björgunarsveitarinnar Ársól á Reyðarfirði, nánar tiltekið á Fjallabak syðra, og vera þar til aðstoðar ferðamönnum ef skyldi þurfa.  Við fórum í fyrra og það var einstaklega gaman, en þá vorum við norðan Vatnajökuls og fórum víða, en nú vildum við breyta til og kanna ókunnar slóðir suðurlandsins.

Annars hefur lítið verið í gangi undanfarið nema vinnan og því er kærkomið að komast aðeins í frí.  Reyndar er nýja vaktakerfið að sanna sig nú þegar, en þó að vinnudagarnir séu lengri  þá á móti býður kerfið uppá það að hægt sé að nota þá parta vaktahringsins sem er hvað lengstur til að horfa eitthvað í kringum sig og fara á fjöll, ýmist akandi eða gangandi.

Hef reyndar aðeins verið að dunda mér við að uppfæra myndasíðuna eilítið, setti inn myndir frá fermingu dóttur minnar og frá opnunarhátíð Alcoa Fjarðaáls sem var núna 9 júní síðastliðinn, en myndirnar eru hvorki margar né merkilegar, þar sem að við í Ársól ásamt fleiri sveitum hér fyrir austan sáum um gæslu á svæðinu.

Einnig var ég að reyna að virkja nýjan og skemmtilegan möguleika í þessu myndaalbúmi, en hann felst í því að þú getur sett inn með myndunum staðsetningu á tökustað og síðan er hægt að fletta því upp á Google earth hvar myndirnar eru teknar.  Bráðsnjallt, sérstaklega þegar um landslagsmyndir og þessháttar er að ræða.

Hilsen.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

KLUKK....

Arnfinnur Bragason, 12.7.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband