Vinur litla mannsins......

Eða hvað??

Jóhanna Sigurðardóttir bar þennan titil einhverntíman fyrir margt löngu síðan, en ekki finnst mér fara eins mikið fyrir því nú.  Eitt af hennar fyrstu embættisverkum var að minka möguleika þeirra sem minna hafa á milli handana, og þeirra sem fjárfesta í sínum fyrstu húsakynnum til að fjármagna sín húsakaup.

Lánshlutfall íbúðalánasjóðs var lækkað úr 90% niður í 80% en engu að síður er hámarksupphæð lána 18 miljónir.   Ef þetta er skoðað þá sér það hver maður sem vill að þessi breyting kemur langverst niður á þeim sem eru tekjulægri eða eiga ekki eldri íbúð til að fjármagna útborgun.

Ef ég ætla mér að kaupa íbúð sem kostar 20 miljónir (sem þykir ekki dýrt á fasteignamarkaði í dag) þá þarf ég nú að fjármagna 4 miljónir annarstaðar en hjá íbúðalánasjóði, í stað tveggja miljóna áður.  Það þýðir að ég þarf að taka mér lán hjá öðrum bankastofnunum sem yfirleitt eru dýrari og erfiðari til afborgunar.

Ef íbúðin kostar aftur a móti 30 miljónir (sem er líklega heldur nær raunveruleikanum en 20miljónir) þá breytir þetta mig akkúrat engu því að mín hámarkstala verður aldrei meiri en 18 miljónir.

Hverjum kemur þetta fyrst og fremst niður á ???  Landsbyggðinni og efnaminna fólki.

Húrra fyrir Jafnaðarstefnu Jóhönnu og Samfylkingarinnar........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband