Er sumarið búið??

Húmar að hausti

Ég hef verið að velta því fyrir mér í góðviðrinu undanfarna daga hversu mikið væri eftir af sumrinu.  Hitatölurnar sem við höfum verið að sjá hér gefa nú kanski ekki ástæðu til þess en, það er eitthvað sem segir að nú fari eitthvað að breytiast.  Knaski er þetta bara venjuleg íslensk veðursvartsýni, að geta ekki notið góða veðursins öðruvísi en að hafa í leiðinni áhyggjur af því að það sé örugglega alveg að verða búið og að í staðin fáum við slydduél og stinningskalda.

Endemis vitleysa er það nú að njóta ekki á meðan hægt er.

En ég hef líka tekið eftir einu á síðastliðnum árum og það er íslenska birkið sem ekki lætur blekkjast.  sérstaklega á þetta við á vorin, egar allir útlendingarnir (aspir og alaskavíðir og fleiri trjáplöntur) halda að 4 daga sólarkafli með hlýindum í febrúar sé vorið mætt á svæðið til að bræða klakan.  Og allt fer á fullt brum byrjar að myndast og allt virðist ætla að verða fulllaufgað á fyrsta degi Góu en svo skeður það, sólin víkur fyrir frostinu og trén bera þess ekki bætur, nema birkið sem hlær bara að öllu saman og segir " hi hi þetta sagði ég, hér vorar aldrei fyrr en í júní og jafnvel þá er það ekki öruggt."

En ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum eru einfaldar, ég var að keyra í gegnum sjálfsáðan birkiskóg í síðustu viku, og viti menn, laufin á birkinu eru farin að gulna, eða með öðrum orðum það styttist í veturinn gott ´fólk, það er víst betra að hafa vettlingana og húfuna á vísum stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband