Öryggið á oddinn....

Þegar íslenskum yfirvöldum var það ljóst að ekki yrði lengur hægt að stóla á varnaliðsþyrlur til bjargar íslenskum borgurum í háska, hvort sem er á landi eður láði, þá var gefin út sú yfirlýsing að þyrlum í eigu Landhelgisgæslunar yrði fjölgað. 

Það að fjölga þyrlunum yrði óhjákvæmilegt til að tryggja öryggi landsmanna.  Ég vona að yfirvöld láti það ekki bara nægja að fjárfesta í þessum flutækjum, því að hingað til hefur Landhelgisgæslan ekki haft of mikið fé á milli handana til reksturs, en með tilkomu þessara nýju tækja þarf að bæta töluvert í til að hlutirnir gangi upp.

En það var nú ekki aðalkveikjan hjá mér að keyptar yrðu nýjar þyrlur, heldur hvernig framhaldið yrði eftir að þyrlurnar yrðu komnar til landsins, og þar er ég fyrst og fremst að tala um staðsetningu.

Það yrðu mikil mistök ef þessi tæki öll yrðu bara staðsett í Höfuðborginni eða á suðvesturhorni landsins.  Ég þekki það sem björgunarmaður að það er oft sem þyrlur geta ekki tekið þát í leit og björgun vegna staðsetnigar þeirra og þá erum við bæði að tala um tíma og aðstæður hverju sinni. 

Því er það alveg ljóst í mínum huga að það þarf þyrlur á Akureyrim, Ísafirði og Norfirði.  Ef þyrlur yrðu staðsettar á þessum stöðum mydi það stytta útkallstíma, bæði í sjóbjörgun og landbjörgun, heimastöðvar þeirra yrðiu í túnjaðri sjúkrahúsa og þær gætu unnið með björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þegar þess þyrfti við.

Þetta er eitthvað sem þarf að skoða vandlega í samráði við Björgunarsveitir, Heilbrigðistofnanir og lögreglu áður en ákvörðun er tekinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe.. fann bloggið þitt með því að gúgla "eitt sinn Eiðanemi, ávallt eiðanemi". Þú mannst sennilega ekkert eftir mér, en mér fannst þetta bara frekar skondið!

Erna Magnusdottir (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 13:42

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Nei það er rétt ég kveikti ekki en fletti þér svo upp í þeirri merku bók Eiðabókinni og kveikti þá.

Mundu bara að það er satt Eitt sinn o.s.frv.

Eiður Ragnarsson, 6.9.2006 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband