365 daga á ári......

Og 24 klst á sólarhring, það er vaktin sem björgunarsveitarmenn og konur standa að öllu jöfnu.  Þessi vakt er staðin hvernig sem viðrar og alltaf eru einhverjir klárir í útkallið, ef það skyldi koma.

En það er um að gera að gera SL erfiðara fyrir, því nú er einhver snillingur búinn að kæra félagið til samkeppnisstofnunar og samkeppnisstofnun búin að úrskurða að félaginu sé skylt að vera með tvöfaldan rekstur, eina deild sem sinnir því sem talist geti samkeppnisrekstur og aðra deild sem heldur utanum allt hitt.

Þvílí endemis djöfulsins vitleysa, maður á ekki til orð yfir þessu!!!  Á meðan við sem búum úti á landi borgum vikulaun verkamanns í flugfargjöld til höfuðstaðarins, og samkeppni þar er engin og því okrað á okkur, þá eru samkeppnisyfirvöld að vasast í því að veikja stærstu sjálfboðaliðasamtök á íslandi með svona vitleysisgangi.

Ég efast um að þessi söluaðili sjúkrakassa sé tilbúinn til að leyta að rjúpnaskyttu á komandi veiðitímabili, né vokkuð annað af því sem að björgunarsveitirnar standa í daglega, ja nema kanski gegn borgun.

Ég held að það sé komin tími til að stokka upp samkeppniseftirlitið allt, þannig að það beiti sér þar sem virkileg samráð og fákeppni er til staðar, en ráðist ekki á samtök sem eru að vinna í almannaþágu.

Sjá nánar hér:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1297856


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endæmis þvæla er þetta.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Þetta tel ég vera nauðsynlegt enda hefur Slysavarnarfélagið ýtrekað verið að selja sjúkrakassa undir kostnaðaverði til að bola út samkeppnisaðilum og svo nota þeir allt happdrættið og landsafnanirnar í þetta og eftir standið þið með verri jeppa.

Nei er það nokkuð þetta er skrýtinn dómur. 

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 21.10.2007 kl. 18:57

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Kærði einhver? Hvers konar djöfuls ræfill er þetta?

Jón Ragnarsson, 22.10.2007 kl. 14:14

4 Smámynd: Hafliði Hinriksson

og þessi "ræfill" kærði með nafnleynd......

Hafliði Hinriksson, 22.10.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ertu ekki að grínast, Hafliði? Ég myndi nú áfrýja þessu ASAP.

Annars er bara að ganga á milli "hinna" verslananna og spyrja...

Jón Ragnarsson, 22.10.2007 kl. 23:47

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hákon!  SL hefur ekki verið að selja kassana á kostnaðarverði, heldur hafa þeir verið seldir með álagningu og þeir eru ekki ódýrari en aðrir sambærilegir á markaði, þannig að maður skilur ekki samkeppnissjónarmiðið í þessu öllu.

Ef kassarnir hefðu verið mikið ódýrari en hjá öðrum, þá skildi maður gremjuna hjá samkeppnisaðilum, en því hefur ekki verið svo farið.

Þetta er bara einn partur af því sem koma skal sýnist mér, við erum nú þegar í vörn þegar kemur að sölu flugelda, nú eru það sjúkrakassarnir og eflaust tekst hinum "frjálsu" markaðsöflum að finna eitthvað sem við seljum til að rífa af okkur.

Ekki sé ég það fyrir mér að þessir aðilar séu tilbúnir til að leggja ómælda vinnu og kostnað við að aðstoða og bjarga fólki og öðru þegar þess gerist þörf.

Eiður Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 16:27

7 identicon

Hákon, hvar hefur þú eiginlega verið að smíða geimflaugar ? Eigum við að ræða það eitthvað frekar ? nei ég hélt ekki !

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband