Já..

Það er greinilega ekki nóg að gera á Alþingi þessa daganna.  Kanski er ég bara karlremba út í eitt, en mér finnst að þingmenn (lesist þingkonur) geti nú eytt tímanum sínum í eitthvað þarfara en þetta, hlut sem skiptir akkúrat engu máli.

Það er fullt af starfsheitum sem hafa skýrskotun til annars hvors kynsins, en það er einungis í kolli þeirra sem lesa eða sjá starfsheitin sem mismunun eða kynjaskipting verður til.

Ég mynnist þess ekki að hafa tal mentamálaráherran okkar bíða þess hnekki á nokkurn hátt að vera ráðherra" eða fyrverandi Iðnaðarráðherra svo einhverjir ráðherrar kvenkyns séu nefndir.

Ættum við að fara með þetta niður í allar starfstéttir og breyta starfsheitum sem eru kven eða karl læg?  Með ómældum kostnaði og fyrirhöfn og ruglingi þá er það eflaust hægt, en ég held að það sé skynsamlegra að reyna að losa fordómana úr höfði þeirra sem hugsa á þessum nótum.


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg gjörsamleg sammála þér, þetta er nú ekki í lagi þessi kvennadýrkun nú til dags hjá konum!!!

bendi á snilldar pistili eftir sjálfan  Sverrir Stormsker

http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/365358/

Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Þoli ekki svona rétthugsunarbull. Þoli samt ekki þegar menn segja að mál séu of lítil eða tilganslaus stundum þarf bara rétt að fínpússa lögin og þetta kerfi sem við lifum við. Það er ekki hægt að kjósa um virkjanir og Evrópusáttmála á hverjum degi.

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 21.11.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband