Höllin

Ég fór í Fjarðabyggðarhöllina í dag til að spila fótbolta.  Búinn að bíða eftir þessu nokkuð lengi en tækifærið hefur ekki gefist fyrr en nú.  Reyndar hefðu mátt vera fleiri því við vorum bara 6 en það verða eflaust fleiri þegar fram í sækir.

Þarna spiluðum við knattspyrnu í góða klukkustund, og höfðum feikilega gaman af, þetta er óviðjafnanlegar aðstæður það er á hreinu.  Við "gömlu kallarnir" sem munum eftir því hvernig var að leika á möl við afspyrnu misjafnar aðstæður, bæði á æfingum og í leikjum kunnum svo sannarlega að met aðstæður sem þessar, þetta eru eiginlega jafnmikil viðbrygði og þegar þökurnar voru lagðar á mölina heima á Djúpa á sínum tíma.

Þegar grasið kom þurfti maður ekki lengur búnt af plástrum og sáraumbúðum eftir hvern leik, skórnir fóru langt með að duga sumarið í staðinn fyrir 3 vikur og meiðsl og tognanir urðu ekki daglegt brauð.

Reyndar þurfa menn að venjast þessu gerfigrasi því að það er ekki eins og að spila á grasi, það er stamara og veitir meiri fyrirstöðu og því þurfa menn að fara varlega í fyrstu á meðan menn venjast því hvernig er að spila á gerfigrasinu.

Enn engu að síðiur þá eru þetta frábærar aðstæður og ég mun reyna að spila þarna reglulega í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband