Að hengja bakara fyrir smið

Í grein í 24 stundum fimmtudaginn síðastliðinn, skrifar Birgir Ármannson þingmaður Sjálfstæðismanna, grein undir yfirskriftinni "Á ríkið að lána til íbúðakaupa?"  Í þessari grein veltir þingmaðurinn því fyrir sér hvort að íbúðalánasjóður í þeirri mynd sem hann er í dag eigi rétt á sér.  Eftir einu hjó ég þá sérstaklega í þessari grein hans, það er að hann vill meina að það sé íbúðasjóði að kenna að fasteignaverð hafi hækkað á íslandi ásamt aukinni þenslu og verðbólgu. 

"Fjölmargir aðilar sem um íslensk efnahagsmál fjalla hafa bent á þetta, meðal annars í því samhengi að þaða hafi verið undarleg og óheppileg staða að á sama tíma og Seðlabankinn hafi reynt að sporna við verðbólgu með aðgerðum á sviði peningamála hafi lánasjóður í eigu ríkissins róið í öfuga átt

Þarna tekur hann undir með fyrrverandi þingmanni sem nú er framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins (ef ég man rétt) en sá mæti maður hefur einmitt haldið þessu fram líka.

Nú þegar málsmetandi menn af þessu tagi tala um slíka hluti hlýtur það að vera rétt eða hvað??  Ekki aldeilis, allavega ekki í mínum huga.  Þið sem þetta lesið leiðréttið mig endilega ef þið eru mér ekki sammála.

Það sem íbúðalánasjóður gerði þegar bankarnir tóku höndum saman og reyndu að bola honum útaf markaðnum var tvennt: hámarkshlutfall fór í 90% af kaupverði og hámarksupphæð fór í 18 miljónir.  Hvort tveggja var reyndar pólitísk ákvörðun sem tekin var af ráðherra til að uppfylla kosningaloforð.

En hvað gerðu bankarnir??  Þeir fóru með sín lán í 100% og hámarkið var nánast ekkert!!!  Það sér hver maður sem vill að það voru ekki þær aðgerðir sem íbúðalánasjóður fór í sem hleyptu fasteignaverði verðbólgu og þennslu upp, það voru aðgerðir hina frjálsu bankastofnana.

Og einnig er rétt að hafa í huga að á meðan þú gast fengið 100% fjármögnun á íbúð í 101 sem kostaði um 35 milljónir, þá fékkstu ekki krónu frá sama banka ef þú vildir kaupa þér hús á Hvammstanga eða Vík í Mýrdal, en þar lánaði íbúðalánasjóður þér í sama hlutfalli og með sömu hámarksupphæð og allstaðar annarsstaðar. 

Mottó bankana hefur einmitt verið "bara ef það hentar mér" þegar útlán utan torfunar hafa verið uppi á borðinu.

Það má rétt vera að það eigi að endurskoða tilgang og hlutverk íbúðalánasjóðs, og opinberar stofnanir eiga að sjálfsögðu að vera í stöðugri framþróunn, en það má samt ekki fórna honum á altari einkavæðingar heldur þarf að endurskilgreina hlutverk hans, ef það þarf að breyta einhverju á annað borð.

Ég held að í þessari grein sinni sé Birgir að hengja bakara fyrir smið, og lýðurinn sem fagnar þegar bakarinn hangir í snörunni eru bankarnir, sem þyrstir í að geta einokað í samráði íslenskan íbúðalánamarkað....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eiður.  Þó að þú hafir sérstaklega óskað eftir viðbrögðum  frá ósammála fólki að þá mátti ég til með að taka 100% undir það sem þú ert að segja í pistili þessum.

Ævar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sammála í einu og öllu. Takk fyrir mig

Heimir Eyvindarson, 1.3.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband