Það vantar þjálfun........

Vörubílstjórum vantar þjálfun, því við Íslendingar kunnum ekki að mótmæla, lögreglumönnum Íslands vantar þjálfun því þeir eru ekki vanir að bregðast við mótmælum, og vegfarendum vantar þjálfun því að þeir eru ekki vanir að fylgjast með mótmælaðgerðum eða fylgjast með þegar þær eru stöðvaðar.

En án gamans, þá eru viðburðir gærdagsins mikið umhugsunarefni.  Mér fannst í byrjun mótmæla þessara ágætu manna að þeir væru í raun að standa sig vel, keyrðu löturhægt um vegi og hægðu á umferð í einhvern tíma en hurfu svo frá nógu snemma til að valda ekki hættu eða gríðarlegum umferðartöfum, en nógu seint til að ná athygli ráðamanna og fjölmiðla.

En þetta hefur nú tekið á sig verri mynd, mynd sem ég held að engin hafi óskað eftir. 

En hvor er sekur í þessu máli, það er erfitt að fullyrða, lögreglan var búin að biðja þá um að yfirgefa svæðið nokkrum sinnum áður en gripið var til aðgerða, hvort að sá tími sem leið þarna á milli var réttur eða ekki það er spurning.

Vörubílstjórar bjuggu sig undir ofbeldi, það sást vel í fréttum sjónvarps í gær, þeir gerðu sig líklega til að úða á móti lögreglu WD40 og start sprey, það get ég ekki lesið sem að þeir væru að fara í burt eins og einhverjir hér á blogginu hafa haldið fram að hafi verið að gerast þegar lögregla tók þá ákvörðun að fara "hörðu" leiðina.

Það má túlka þetta á marga vegu, en ég held nú að hjá mér hafi lögreglan vinningin, (ef það er hægt að tala um "vinning" í þessu máli) en engu að síður er ég þeirrar skoðunar eftir að hafa horft á hin ýmsu myndskeið að vinnubrögð hennar á meðan aðgerðum stóð, séu langt frá því að vera flekklaus eða hafin yfir alla gagnrýni.  Margar handtökurnar virðast t.d óþarflega harkalegar svo eitthvað sé nefnt

Gas drengurinn til dæmis, var ekki með sitt á hreinu, það er ljóst og ég er þeirra skoðunar að hann eigi að ávíta, því að mazeinu áttu einungis að beyta sé þér ógnað, það hafa lögreglumenn tjáð mér, að þetta sé ekki hugsað sem árásartæki heldur til varnar, og þar sem hann stendur þarna að baki félögum sínum og úðar yfir axlir þeirra, er hann klárlega ekki í hættu.

Bestu viðbrögð minna fyrrum stéttarbræðra, hefði verið að setjast niður þegar lögreglan mætti á svæði og láta þá fjarlægja sig án mótspyrnu, þá hefðu þeir áunnið sér virðingu lögreglunar og samkennd almennings, það er ég alveg 100% viss um

Enn þessi skrílslæti sem þarna spruttu fram voru engum til framdráttar hvorki þeirra málstað né lögreglunni.

Það myndaðist gríðarleg múgsefjun þarna og þetta er eiginlega kennslubókardæmi um það hvernig svona hlutir geta farið úr böndunum, spennan á svæðinu var þvílík og taugar allra sem voru á  staðnum þandar til hins ýtrasta og því fór sem fór. 

Þetta er allt hið versta mál.....

 

 


mbl.is Boðaðir í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Sammála þér.. á meðan ég ritaði mína færslu þá kemur færsla frá þér sem ég get fallist á og skrifað undir..

Stefán Þór Steindórsson, 24.4.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband