Djö..... Helv.... Andsk.....

Þráðlausa net drasl á þessum hótelum alltaf hreint.  Ég var búinn að setja hér prýðisgóða sögu af viðburðum dagsins og ætliða að vista hana þegar allt datt út.

En það þýðir ekki að gráta Björn bónda......

Ég er semsagt lentur í Pittsburg, stálborginni og á næstu dögum á að nema málmfræði, þ.e. hegðun málma í vinnslu og í bland við hvorn annan. (eða eitthvað í þá veru)

Það verður eflaust nokkuð fróðlegt og það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.  En einnig glittir í heimför en það verður farið heimleiðis á fimtudag, löng ferð senn á enda runnin...

Í dag flugum við um þvera Ameríku frá Seattle til Cincinatty og þaðan hingað uppeftir.  Þetta tók að sjálfsögðu allan dagin og við lentum ekki hér á hótelinu fyrr en um miðnætti.  Reyndar var þetta einn besti ferðadagurinn hingað til ekki neinar tafir, týndur farangur eða týndir meðlimir úr hópnum og flugvélarnar með besta móti, en þær hafa nú ekki verið mjög rúmgóðar fram að þessu.

Ég set meira inn á morgun 

Góða nótt (eða góðan dag)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 identicon

þettta er nú bara ekki eðlilegt hvað þú ert búinn að fljúga SVAKALEGA mikið á nokkrum dögum shitturinnn

ingi lár (staðgengillinn) (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 23:15

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Takk fyrir þetta brói, ég var að reyna að setja inn kort en þau voru ekki eins góð og þetta.  Það vantar reyndar leggin til Wenatchy fram og til baka frá Seattle en hann er mjög stuttur (ca 180 km í beinni línu)

Eiður Ragnarsson, 16.11.2006 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband