Jahérna

4000 Heimsóknir

Ég veit ekki hvort það telst mikið eða lítið en mér finnst það ver dágóður slatti.  Ég er bar nokkuð ánægður með það að menn skuli yfirhöfuð nenna að fara hér ínn og lesa misgáfulegar hugrenningar úr mínum kolli.

Það væri nú samt gaman að fá fleiri athugasemdir við þessar hugrenningar, en ég skil það samt mæta vel ef menn nenna ekki að setja hér eitthvað inn bara til að setja eitthvað inn, það er mun eðlilegra að fólk sjái sig knúið til að setja hér athugasemdir ef menn eru ósammála enhverju eða finnst ég vera að bulla út í eitt.

Ég (sem bý nú víst í mesta krummskuði á landinu) er bara nokkuð sáttur við minn hlut hér inni.

En aðeins um krummaskuðið.

Einhverstaðar segir "berta er illt umtal en ekkert" og mér finnst nú bara fyndið, þegar einhverjir ágætir menn taka sig til og setja svona "krummaskuðs" vangaveltur niður á blað.  Og mér finnst það ennþá fyndnara að þetta skuli fá pláss í blaði sem vill láta taka sig alvarlega sem fjölmiðil.

Mér finnst að það eigi bara að nýta þetta sem sóknarfæri.  Það mætti til dæmis auglýsa eitthvað á þennan veg:  "Skrepptu úr borg óttans og slakaðu á í mesta krummaskuði landsins, engin hætta á að hitta annað fólk þetta er nánast ósnortið víðerni" eða " Mýrinn er ekki sú sama í  Krummaskuðsbíóinu, svo komdu og upplifðu" eða "Í frið og ró í eymdinni"

Ég veit ekki hvað skað segja en þetta er bara skemmtilegt, og mig hlakkar bara til á laugardaginn, því að ég treysti því að þetta verði tekið fyrir hjá þeim Spaugstofumönnum.

En hvað um það mér finnst gott að búa hér í þessu ágæta Krummskuði og ég er þess fullviss að það finnst langflestum af þeim rúmlega 800 sem hér búa.

En hitt þykist ég vita (og þarf ekki að rökstyðja það neitt frekar en torfusneplarnir Krummaskuðsdóminn) að það eru mun fleir óánægðir með sitt hlutskipti á Torfunni heldur en hér.

Krummi krunkar úti.........................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

helv ertu snöggur að hræra í skoðun þína á þessu máli hehe. er búin að mynda mér mína hér www.blog.central.is/azkicker en það tók tíma að koma henni á blað...

ingi lár vilbergsson (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 01:25

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta á eftir að snúast við, eftir 10-15 ár verður hip/kúl/trendí að búa úti á landi... Það er reyndar byrjað, millar farnir að kaupa upp jarðir út um allar trissur...

Jón Ragnarsson, 28.11.2006 kl. 12:00

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta á eftir að snúast við, eftir 10-15 ár verður hip/kúl/trendí að búa úti á landi... Það er reyndar byrjað, millar farnir að kaupa upp jarðir út um allar trissur...

Jón Ragnarsson, 28.11.2006 kl. 12:00

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

asnalega kerfi

Jón Ragnarsson, 28.11.2006 kl. 12:00

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ja þetta er náttúrulega spurning um það hvað sé hip eður ei.  En mér finnst kúl að búa úti á landi

Eiður Ragnarsson, 28.11.2006 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband