Já aumingja hún...

Ég var að lesa pistil á síðunni hans Gumma Steingríms.   Það var s.s. ekki í frásögur færandi nema hvað hann vitnar í eina ágæta persónu, og vandræði hennar við að fá aðstoð við að skipta um bíldekk.

Ég ætla að leyfa mér að taka hluta af hans pistli og skeyta honum hér inn:

"Beta rokk sá ég að skrifaði grein í Fréttablaðið í gær um að Íslendingar væru orðnir ruddar upp til hópa. Öll hjálpsemi gleymd og náungakærleikur. Hún eyddi þremur tímum í að fá einhvern til þess að hjálpa sér að skipta um dekk í miðjum Vesturbænum á dögunum. Fólk lyfti ekki litla fingri. Strunsaði bara framhjá."

Ég man ekki betur en að áðurnefnd Beta hafi verið ein af álitsgjöfum fréttablaðsins, þegar Krummaskuðsfréttin ógurlega kom út.  Þetta er bara fyndið, því að ég er þess fullviss að ef hún Beta hafði verið stödd á Eyrarbakka eða Blöndósi eða Reyðarfirði, þá hefði hún fengið aðstoð á innan við 3 mínútum og líklega hefðu fleiri en einn boðist til að hjálpa.

Já það er gott að búa í...................

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Alveg rétt, var búinn að gleyma því að hún hafi verið með í því.  Haha ég get nú ekki annað gert en glott, allavega út í annað

Óttarr Makuch, 13.12.2006 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband