Tíðindarlítið....

Á austurvígstöðvunum, allt mef frekar hefðbundu sniði, nóg að gera í vinnuni og utan hennar eins og vanalega.

Fór niður í Þórðarbúð í kvöld eins og flest mánudagskvöld og sátum þar aðeins yfir bokhaldi og viðgerðum, en eitthvað þarf að klappa Landanum eftir ferð helgarinnar, en það var farið inn í Snæfell með unglingadeildina.

Fór á laugardagin var smá laugadagsrúnt, skrapp til Víkur í Mýrdal til að vera við afmæliskaffi björgunarsveitarinnar þar, og var gaman að sjá að það er gott líf í starfinu þar, þeir á fullu við að endurbyggja og að laga húsið sitt en það verður stórglæsilegt þegar því verður lokið.

Kom við á Höfn hjá tendó og gamla settinu á Bragðavöllum í heimleiðinni, og smíðuðum  ég og foreldrar einhver framtíðarplön í grófum dráttum fyrir fjósið gamla á Bragðavöllum, en það væri hægt að hafa nóg fyrir stafni þarna í sveitinni ef maður hefði meiri tíma.

Stefni á borg óttans um helgina en þar fer fram fulltrúaráðsfundur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og þar er að sjálfsögðu skyldumæting fyrir mig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband