Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

2020 Annus horribilis...?

Nú er árið 2020 liðið.. Merkilegt ár margra huta vegna og erfitt ár fyrir heimsbyggðina alla.  Fordæmalausar aðgerðir vegna faraldurs og það sýnir okkur hversu lítils megnug við erum í raun, þrátt fyrir aukna þekkingu mankynsins.

En ekki er allt alsæmt frekar en allt sé algott.. 

Litla fjölskyldan í Steinum 14 hafði það miðað við allt bara nokkuð gott.

Janúar.. 

Var eiginlega lítið annað en vinna hjá heiilisföðurnum, hjá SG Vélum.. þegar vinnan tekur yfir 300 klst á einum mánuði er lítið pláss fyir eitthvað annað.. en veður voru sæmileg og því auðvelt að trilla laxi mili staða og landshluta, með auðvitað einhverjum undantekningum, þetta er jú janúar á Íslandi.. hann getur verið allskonar, en var ágætur þetta árið.. 

Febrúar

Mætti með sinn aukadag þetta árið og mika vinnu.. Laxeldið í örum vexti og nóg að gera við slíkan akstur og snjóruðning.. eitthvað voru veður mistæk og því tóku sumar ferðir suður á land lengri tíma en þær eiga að taka og ferðir á Seyðirfjörð urðu að tveggja daga verkefni.. En það fannst þó tími ti að mæta á Þorrabót og halda sólarkaffi á Bragðavöllum, en við viljum reyna að gera þennan dag (9.feb) að föstum punkti í samkomulífi Djúpavogsbúa... en þennan dag gægist sólin yfir Melrakkanesfjallið í fyrsta sinn á árinu og skín á Bragðavallabæinn.. Og við hjónakornin tókum okkur notalega helgi í Reykjavíkinni.. sem ég eyddi að mestu undir sæng með einhvern flensuskít..

Mars.. 

Bullandi vinna, glímt við Fjarðarheiði með lax í farteskinu og svo auðvitað blessuð Corona. (Ekki bjórinn sko..) Með hennar tikomu var ljóst (kanski ekki á fyrsta degi þó) að ekki yrði brjálaður bissness á Bragðavöllum þetta árið.. við vorum þó rólegir og vonuðum það besta...

Apríl

Lax, lax, lax og aftur lax.. Þá daga sem ekki var verið að ferja þennan eðalfisk, þá var ýmist gert við eða ruddur snjór.. ekki mikið frá að segja í raun.. Þó hafðist það að dreifa skít á Bragðavallatúnin.. það er nú eitthvað.. 

Maí.

Tekið smá á því í sólpallasmíð við húskofann.. Byrjaði vel.. en framhaldið var eitthvað misjafnt.. Mikill efnisskortur herjaði á vini okkar í Byko og Húsasmiðjunni og því var ekki hægt að klára neitt.. En líka töluverð vinna við vegagerð, varnagarðasmíð og laxaakstur.. 

Júní

Var rólegri.. laxinn kominn í sumarfrí og því brugðið á það ráð að skottast eitthvað í sumarfrí, uppsveitir Borgarfjarðar og nágrenni skoðað á "glænýjum" landcruser sem við hjónakornin fjárfestum í í byrjun mánaðarinns.. Fengum fínt veður, skoðuðum ýmislegt og bóndanum tókst meira að segja að bæta við nokkrum strikum.. vel gert.. 

Júlí..

Vegagerð, ruslahreinsun í sveitum Djúpavogs og tilraun til að klára sólpallinn.. En eftir tvær tilgangslausar ferðir í Egilsstaði með kerru (tóma báðar leiðir) var ákveðið að hér yrði bara sýndarveruleikapallur eitthvað inn í haustið.. Merkiegt hvað gagnvarið lélegt timbur er illfáanlegt á köflum.. Einnig var skottast í annað stutt frí.. í þetta skiptið heimsóttum við norðurlandið og norðausuturhorn klakans.. Náði nokkrum strikum þar líka.. Einnig var þetta eini mánuðurinn þar sem eitthvað var að gera í ferðaþjónustu og því voru mörg kvöld og helgar sem fóru í það að þrífa og skipta á rúmum.. en þó miklu minna en maður vildi sjá.. 

Ágúst.

Sveppatínsla.. Vegagerð á Öxi (það finnst eflaust einhverjum spaugilegt) og timbur í sólpallinn eru hápunktar þessa ágæta mánaðar.. Tókst með góðra vina hjálp að koma dekki á pallin góða og nú hlakkar okkur til næsta sumars.. til að nota þessa listasmíð.. 

Sept.

Vegagerð í Hamarsdal, (nú er nánast fært á öllum bílum inn að Snædalsfossi) brúarsmíði við Jórvík í Breiðdal, skjólveggir á sólpalli kláraðir og auðvitað hreindýraveiði eins og lög gera ráð fyrir. Smalað var í Hamarsdal og engin snéri undan sér lappir þetta árið, sem telst til tíðinda, þar sem við bræður erum allir hálfónýtir til fóta og yfirlestaðir að staðaldri. Laxinn mætti einnig sterkur inn eftir sumarfrí. Og sú litla veitingasala sem við vorum með í Hlöðunni þetta árið var eitt stk fermingarveisla.. 

Okt.

Var þéttsetinn.. Lax, malbik, fiskur ofl var flutt landshorna á milli semsagt nóg að gera. Þett var þó ekki gleðilegur mánuður því að góðvinur okkar og höfuðpaur SG Véla kvaddi þessa jarðvist, eftir áralanga baráttu við krabbamein.  Stefán Gunnarsson var hvers manns hugljúfi og hans verður sárt saknað... 

Nóv.

Heldur róaðist í laxi.. lágt verð á mörkuðum olli því að framleiðendur slátruðu eins litu og þeir komust upp með. En önnur verkefni héldu okkur uppteknum.. 

Des.

Einhverjar breytingar í pípunum, heimilisföðurnum var boðin vinna hjá Múlaþingi, sem fulltrúi sveitarstjóra, tímabundið fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.. Ég er semsagt orðin hálfgerður sveitarstjóri (ekki mín orð heldur annara) hér á Djúpa, spurning hvernig það verður.. En þetta er bara 40% vinna og því verður laxi og öðru ekið þá daga sem ekki er verið að reyna að aðstoða Björn bæjarstjóra Múaþings og aðra sviðsstjóra hins nýja sveitarfélags við daglegan rekstur hér á Djúpavogi.. 

Jólin voru auðvitað haldin hátíðleg með hefðbundnu sniði í faðmi fjölskyldu og vina.

Eitthvað vantar auðvitað í þessa upptalningu, hún er frekar miðuð við heimilisföðurinn enda samin af honum, frúin færði síg á milli starfa á árinu hjá sama vinnuveitanda þó, og sinnir nú sérkennslu í Grunnskóla Djúpavogs.

Afa og ömmustrákarnir dafna og stækka og hafa verið duglegir að heimsækja okkur á árinu og okkur liðlega tvítugu fólkinu finnst einstaklega skrítið að eiga 2 barnabörn og eitt á leiðinni til viðbótar, en Bergey og Alexander eiga von á sínu öðru barni í mars 2021.


Árið hefur verið okkur að mörgu leiti ágætt, en það hefur verið þungur rekstur á Bragðavöllum, því að fáir túristar hafa verið á vappi eins og menn vita.  Hlaðan var ekki opnuð, við mátum það sem svo að of lítil traffík myndi gera þessa einingu algjörlega óhæfa til reksturs og sennilega mátum við það rétt.

En það þýðir ekkert að væla bara.. okkur hefur tekist að halda sjó og bíðum eftir betri tíð með blóm í haga, til að geta haldið áfram í okkar uppbyggingu á Bragðaveöllum því það er það sem við viljum gera.

En kæru vinir, þetta er búið að vera skrítið ár og ég vona að næsta verði mun betra og héðan í frá liggur leiðin bara upp á við.. 

Því segi ég..Gleðilegt nýtt ár.. og takk fyrir það liðna...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband