Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Afmæli

Það eru liðnar nákvæmlega 306.834 klukkustundir frá því að sveitamaðurinn Eiður öskraði á heiminn í fyrsta sinn á heilsugæslustöðinni á Djúpavogi.  Ef ég man rétt þá var það rúmlega 2 að nóttu, þann 26 feb 1972. 

Þið megið að sjálfsögðu ekki misskilja mig, ég leit ekki á klukkuna um leið og úr móðurkviði var skriðið, heldur hef ég þessar upplýsingar frá mér eldra og vitrara fólki sem tók stöðu tímamælis um leið og drengurinn orgaði.

Líklega er ég búinn að sofa 100.000 klst af þessum tæplega 307.000, svon aef að miðað er við eðlilegar svefnvenjur meðal íslendings, en ég held reyndar að ég sé ekki búinn að ná 100.000 klst þar sem ég sef yfirleitt frekar lítið.

Mikið vildi ég gefa fyrir það að geta tekið saman hvað ég hef unnið margar af þessum klukkustundum, en þær upplýsingar á ég ekki fyrirliggjandi nema um 11 ár aftur í tíman, en ég er alveg fullviss um það að þær klukkustundir eru ansi margar, spurning hvort að þær nái 100.000 en það er eitthvað sem væri nú gaman að reikna út.

Það var nú oft ansi langur vinnudagurinn á þeim tíma sem maúr var í slorinu hjá BD en eina vikuna minnist ég þess að yfirvinnutímarnir voru næstum því 80 og þá voru þessir hefðbundnu 40 dagvinnutímar eftir.  Sem sagt í einni viku taldi mín vinna tæplega 120 klukkustundir og þá eru eftir 48 klukkustundir í frítíma sem skiptist á 7 daga eða rétt rúmlega 6 klukkustundir á dag.

En sem betur fer þá er þessu nú ekki svo háttað í dag og slík vinna myndi nú líklega verða manni erfið þegar maúr er rétt við þröskuldin á fjórða tug í árum talið.

Maður er bara alveg að verða fullorðinn.......................


Trygging fyrir góðum dögum í ágúst...

Já það er á hreinu að það verða amsk 2 góðir dagar í ágúst, kanski 3 eða jafnvel 4, þó svo að það sé nú ekki venjan þegar maður hefur góða menn með sér til leitar á ferfættum grasbít af kyni klaufdýra og ber latneska nafnið Rangifer tarantus, með það að markmiði að fina og fella.

Veiðileyfum fyrir hreindýr var nefnilega úthlutað í gær, og viti menn ég fékk leyfi.  Ég hefði kanski átt að kaupa lottó íka, þar sem það er nú ekki venjan að ég vinni eitthvað yfir höfuð.  Nú þarf ég bara að semja við Bragðavallabóndan föður minn og ákveða dag og allt er klárt.

Ég hef reyndar ekki tölu á því hversu oft ég hef farið á hreindýraveiðar en þetta er aðeins í 4 skiptið sem að ég fæ leyfi, en mínar ferðir hafa yfirleitt falist í því að fara með öðrum og vera til aðstoðar, því að oft er nú þörf á fleiri en einum og fleiri en tveimur til að bera bráðina til byggða eftir að búið er að skjóta, og það á ekki hvað mest við á því svæði sem ég veiði á, svæði 7

Fór fyrst held ég 1984 eða 85 með þeim gamla og nokkrum öðrum og hef farið á nánast hverju ári síðan, og alltaf er þetta jafn skemmtilegt, og ég hef nánast alveg jafngaman af þessu umstangi hvort sem ég fer með sem burðardýr eða veiðimaður.

Og ekki skemmir fyrir að hreindýrakjöt er einfaldlega með því besta sem maður setur á diskinn...

Þetta er vilyrði fyrir góðum dögum.....


Niðurstaða næstu kosninga????

Niðurstaðan??

Sjálfstæðisflokkinn
37,3%
Framsókn
17,5%
Samfylking
20,4%
VG
12,9%
Frjálslyndir
6,3%
Gamla fólkið
3,0%
Öryrkja
1,7%
Bara svona ágiskun út í loftið hjá mér.Nú verður bara fróðlegt að sjá hversu sannspár maður verður
KvER

Ósnortið??

Ég hefði haldið að þessir virkjanakostir væru mönnum mjög hugnanlegir vegna þess lands sem þarna fer undir vatn.   Þarna er ekki um algerlega ósnotið land að ræða, og virkjanirnar eru hreinlega í vegkanti þjóðvegar nr. 1

Ein helstu rökin gegn virkjunum í gegnum tíðina hafa einmitt verið þau að "þarna sé verið að eyðileggja ósnortið land" og engin leið að ná þeim landgæðum til baka, en það virðist ekki skipta máli hvar eða hvernig menn hugsa sé að nýta orku landsins, það á bara ekki að gera það yfir höfuð, nema á Hellisheiði.

Í túnfæti höfuðborgar íslendinga eru virkjanir velkomnar, þar er í lagi að valda gríðarlegri sjónmengun, því að orkan þar fer á "rétta" staði, eða hvað?

Ekki heirðist bofs frá okkar ágætu náttúruverndarsinnum þegar stækkað var á Grundartanga né heldur þegar rörin sem smíða orkuna fyrir þá framkvæmd var dreift yfir Hellisheiðin hálfa, á mettíma.

Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort að andstaðan við virkjanir neðarlega í Þjórsá sé ekki sprottin af einhverju öðru en náttúruvernd, snýst málið kanski um það að þetta land er í eigu einkaaðila, bænda og annara og er nú í dag nýtt af þeim??

Eru það kanski einungis of ríkar heimildir Landsvirkjunar til eignaupptöku sem valda þessari andstöðu?  Og eru landeigendur kanski bara að reyna með andstöðu sinni að ná fram meiribótum og betra verði fyrir sitt land??

 Maður spyr sig....


mbl.is Síðustu virkjanir á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kodak moment

Sú var tíðin að eina leiðin til að deila myndum með vinum kunningjum og fjölskyldu, var að bjóða í kaffi, setjast svo niður og renna saman yfir albúmin eða litskyggnurnar og deila þeirri stundi saman.

En tæknini fleygir fram og að sumu leyti til góðs en að öðru leiti til hins verra.  Það sem er betra er það hvað það er auðvelt að taka myndir og geyma þær, það er mun ódýrara og því er tekið meira af myndum.  Einnig er mun auðveldara að deila þeim með öðrum í gegnum veraldarvefin eða á afrituðum geisladiskum sem ákaflega auðvelt er að fjölfalda og dreifa að vild.

En það er "down site" á þessu máli og það er félagslegi þátturinn er horfin að miklu leiti, það er ekki sama stemningin sem fylgir myndaskoðuninni og áður og það er bara einhvernvegin ekki það sama að skoða myndirnar á tölvuskjá þó að margir séu saman komnir til að skoða herlegheitin...

En engu að síður þá við ég deila með ykkur sem álpist hingað inn slatta af mínum minningum sem settar eru saman með stafrænum hætti, og hef því bætt inn tengli hér á þessa síðu þar sem hægt er að fara og skoða "kodak moments" úr minni eigu undir nafninu fleiri myndir (frumlegheitin tröllríða öllu hér)

Einig hafa félagar mínir og vinir sem ekki skrifa á þennan vef Morgunblaðsins fengið sinn sess og vil ég benda sérstaklega á vin minn Henning Þór Aðalmundsson en hann er gersamlega forfallin veiðimaður og síðan hans ber keim af því.

En nóg hamrað í bili adios

 


Hvað er....

Hátækniiðnaður???

Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en mörgum dettur t.d. í hug eitt ágætt fyrirtæki sem ber nafnið Marel þegar talað er um hátækniiðnað.  En skoðum málið aðeins betur, Marel er dæmi um fyrirtæki sem mætti flokka sem hátækniðnað, en í hverju er framleiðsla þeirr fólgin og af hverju er hún sprottin??

Sjávarútvegi og fiskvinnslu, og ekki hefur sá atvinnuvegur orð á sér fyrir að vera tæknivæddur, en engu að síður er hann það.  Þau tæki sem notuð eru í fiskiskipum landans og í vinslustöðvum þeim er taka við aflanum eru mörg flókin og fullkominn, smíðuð af innlendum og erlendum hátækniðnaðarfyrirtækjum.

Ef ekki væri til fiskvinnsla sem grunnur væri Marel þá til??  Mér finnst það mjög ólíklegt og ég er þess fullviss að eigendur og stofnendur Marel séu mér sammála. 

En það sem ég er að reyna að koma orðum að er þetta:  Það þarf ákveðinn grunn til að tækifæri á sviði tækni og þjónustu skapist, það þarf ákveðna eftirspurn eftir lausnum sem til langs tíma spara vinnu og fé þó að lausnirnar séu kanski ekki ódýrar í byrjun.  Með öðrum orðum það þarf iðnað og hátæknin sprettur af þeim grunni.

Ef ekki væri um fiskveiðar og fiskvinnslu að ræða hringin í kringum landið þyrfti ekki tölvuvogir vinnsluvélar og annan sérhæfðan búnað sem framleiddur er af hátækniiðnaðarfyritækjum, svo að við höldum áfram með samlíkinguna með Marel.

Við getum eflaust tínt fleira til, hátæknilausnum fyrir landbúnað hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, og það er fjöldin allur af fyrirtækjum sem hefur stærstan hluta af sínum tekjum og framlegð með því að framleiða hátæknibúnað fyrir stóriðju og annan iðnað í landinu.

Þegar hús er reist er fyrst byggður grunnur, það er einfaldlega ekki hægt að byrja á raflögnum eða tölvustýrðu loftræstikerfi....

Við þurfum grunn til að byggja á.........


Leti.......

Er löstur, en kanski ekki svo mikill þegar um bloggfærslur er að ræða.  Hef verið ákaflega andlaus undanfarið, og eflaust finnst einhverjum ég vera andlaus að staðaldri, en einfaldlega hef ég ekki nennt að berja hér inn eitthvað bara til að berja inn eitthvað (eins og ég er að gera núna)

En.... er þó búinn að setja hér inn nokkra tengla svona mér og öðrum til gamans, það hlýtur þó að teljast smá afrek.....

Leti er löstur..... 


Snjólfur Björgvinsson

Snjólfur BjörgvinssonHin langa þraut er liðin.


Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.

Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði' er frá.

Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.

Valdimar Briem

Snjólfur Björgvinsson var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag.  Snjólfur var bróðir tengdamóður minnar, Guðlaugar.  Ég minnist Snjólfs helst fyrir hans lúmska og skemmtilega húmors og hversu barngóður hann var, og börnin elskuðu þennan káta skemmtilega mann sem alltaf var tilbúin að taka þau í fangið.

Snjólfur hafði verið mikið veikur síðustu misserin og ég held að hvíldin hafi verið honum kærkomin.

Hvíl í friði Snjólfur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband