Núna í lok....

Ársins hefur verið mikil umræða um samgönguáætlun Ögmundar Innanríkisráðherra....

Og sitt sýnist hverjum. Ögmundur vill leggja áherslu í orði kveðnu á Vestfirði vegna þess hversu einangraðir þeir eru og þurfi tengingu innbyrðis og út á við. Einnig talar Innanríkisráðherran um umferðaröryggi og fleira í þeim dúr sé lagt til grundvallar.

Gott og vel, ég deili skoðunum ráðherrans í þessum málum, en fylgja orðunum einhverjar efndir.. ??

Skoðum það aðeins nánar. Áætluninni er skipr upp í 3 tímabil.

Á fyrsta tímabili (2011-2014) eru áætlaðar framkvæmdir fyrir svo lítið sem rúma 12 milljarða. Af því fara tæpir 6 til suðvestur hornsins, Norðlendingar fá 1.2 milljarða í Dettifossveg og afgangurinn skiptist milli Vestfirðinga og landsins alls.. En þarna eru framkvæmdir eins og breikkun á Hellisheiði, göngu og hjólreiðastígar á Sv svæði, Álftanesvegur og malbikun tengivega um land allt ásamt nýjum vegi við Kjálkafjörð.

Ekki fer mikið fyrir rofin einangrunar Vestfjarða í þessari heildarmynd fyrsta tímabils, en smávegis þó. Austurland fær kr 0 á fyrsta tímabili, nema jú kannski eitthvað í formi malbikaðra tengivega.

Næsta tímabil (2015-2018) er heldur stærra. Þar er heildartalan áætluð í vegabótum rétt rúmir 23 milljarðar, sem skiptist á þann hátt að Austfirði fá hæsta framlagið í formi Norðfjarðarganga eða 10,5 milljarða, næst kemur sv hornið með rúma 7 milljarða í sömu verkefni og á síðasta tímabili, Vestfirðir fá 3.2 milljarða í veg um Gufudalssveit, Norðlendingar fá enn framlög í Dettifossveg uppá 600 milljónir og 500 milljónir í nýja brú á Jökulsá Fjöllum og áfram er haldið að malbika tengivegi um allt land.

Síðasta tímabil þessarar merku áætlunar (2019-2022) er á þá lund að Austurlandið fær tæpa 6 milljarða sem skiptast á milli framkvæmda á veginum milli Vopnafjarðar og Þistilfjarðar, Suðurfjarðavegar, Axarvegar, nýr vegur um Lón lítur dagsins ljós og Hornafjarðarfljót fær nýjan veg og brú, en um helmingur af þessum 6 milljörðum fara í þá framkvæmd. Suðvesturhornið fær 13 milljarða rúma sem deilast á sömu verkefni sem áður voru nefnd, ásamt því að nokkrir vegir aðrir eru þar inni s.s. Þingvallavegur Kollafjörður, ný brú við Selfoss, Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar fær tvöföldun og nýr vegur um Borgarnes.

Á þessu tímabili má segja að ráðherrann standi loks við orð sín um lagfæringu á samgöngum Vestfirðinga, en alls er áætlað að 14 milljarðar rúmir gangi í vegabætur fyrir vestan og þar vega þyngst Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði og Hjallahálsagöng en um þá framkvæmd er reyndar fyrirvari að verði ekki annar láglendisvegur fyrir valinu verður ráðist í þá framkvæmd.

Á norðurlandi er varla hægt að tala um nein verkefni en 200 milljónir fara þangað alls í Skagastrandarveg og vegin um Skjálfandafljót og við Tjörn.

Aftur komum við að orðum ráðherrans sem talar um rof byggða á Vestfjörðum og öryggi vegfarenda sé haft að leiðarljósi, en á þessu tímabili er gert ráð fyrir breikkun brúa á Suðurlandi fyrir 1 milljarð og áfram verður haldið að malbika tengivegi á landinu öllu.

Þetta er nú öll snilldin, merkilegt plagg þar sem mörg góð og þörf verkefni eru til staðar, það er í sjálfu sér óumdeild, en ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um forgangsröðun.

Hér fylgja með í viðhengi pdf skjöl sem sýna fyrst áætlun sem Innanríkisráðiherrann leggur til og síðan er hér sama yfirlit þar sem ég leyfi mér að forgangsraða svona eins og mér sýnist þurfa og það tekst án þess að það þurfi að færa stórkostlega mikið á milli tímabila en örlítið þó.

Þar eru jarðgangaframkvæmdir settar framar, Oddskarðsgöng á fyrsta tímabili og Dýrafjarðargöng á öðru tímabili, einbreiðar brýr á Suðurlandi er komnar á fyrsta tímabil enda gríðarlegt öryggismál þar á ferðinni ásamt því að þetta eru mannaflafrekar framkvæmdir..

En þetta er lítið mál, eflaust má einhverju fleiru breyta en ég hef gert.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband