Neikvæð ímynd

Feministi!!!  Þetta er eins og skammaryrði í eyrum margra nú til dags.  Og afhverju er svona komið fyrir feministum??

Ég hef verið að skoða hér á blogginu hinar og þessar síður og m.a. síður kvenna og karla sem gefa sig út fyrir það að vera feministar, og ég held að vandinn liggi fyrst og fremst í því hvað málflutningur þessa áæta fólks einkennist oft af öfgum og fordómum.

Ef kona og karl vinna sömu vinnu og fá EKKI sömu laun fyrir það þá er það EKKI alltaf bundið kyni, það getur verið svo margt sem spilar þar inní fleira, en við vitum líka að kyn viðkomandi einstaklings getur haft þar áhrif en það er ekki algilt.

Nú virðist vera vilji til þess að aflétta launavernd, til þess að ná fram þeim markmiðum að jafna laun kynjana, en ég er ekki viss um að það skili tilætluðum árangri. 

Þetta er aðeins einn hlutur af mörgum sem veldur því að orðið "feministi" hefur á sér frekar neikvæðan stimpil, annar hlutur sem virðist vera frekar algengur hjá feministum er það að þeir hlutgera karlmenn og setja þá alla undir sama hatt.  Og það er einmitt eitt af því sem feministar hafa barist fyrir að samfélagið gerði ekki við konur það er að segja, að hlutgera þær og setja allar undir sama hatt.

Kynjamisrétti myndi snarminka ef að okkur bæri gæfa til þess að leyfa að einstaklingunum að njóta sín sem einstaklingum ekki sem karli eða konu, að setja einstakling í embætti eða starf einungis vegna kyns er algerlega óásættanlegt alveg sama á hvorn vegin sem það er gert, og því ætti að hætta því hið snarasta. 

Að stunda jákvæða mismunun grefur undan trú á hæfni og getu einstaklingsins og hann jafnvel efast sjálfur um sitt ágæti þegar sú aðferðarfræði er viðhöfð.

Sí jú aránd...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held líka að þetta lið sem kallar sig feminista sé etthvað stórlega brenglað miðað við það sem það náði að lesa útúr myndinni af fermingarstelpunni sem var að teygja sig eftir bangsanum framan á Smáralindarbæklingnum. Ég sá ekkert athugavert við þessa mynd.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband