Furðuleg rök...

Hjá henni Jóhönnu "vini" litla mannsins.... Setjum upp lítið dæmi...

Jón skuldar 20 miljónir, og á bakvið þetta standa eignir uppá 18 milljónir.. Jón er því með neikvæða eiginfjárstöðu og á því samkvæmt Frú Jóhönnu að vera í töluverðum vandræðum..

Afborganir Jóns af þessum 20 milljónum eru um 120þ á mánuði, en nettótekjur Jóns eru um 400þ og því er hann í litlum vandræðum með að standa í skilum...

Siggi hinsvegar á fína eign sem er metin á 40 milljónir og hann skuldar þar ekki nema 30 miljónir. Eigið fé Sigurðar er því 10 miljónir eða 25% sem er samkvæmt frú Jóhönnu bara assgoti gott... Og hann á bara að vera í fínum málum....

En afborganir Sigga eru af þessum 30 milljónum eru um 180þ á mánuði, sem væri í fínu lagi ef tekjur Sigurðar væru ekki nettó 220þ.... S

Sjá ekki allir hversu heimskuleg rök þetta eru hjá Heilagri Jóhönnu?? Það eru margar breytur sem spila mun stærra hlutverk heldur en eiginfjárhlutfall og eitthvað svona fansí pansí útreikningar....

Það má vera að þessi dæmi hér að ofan séu eitthvað öfgakennd en það er bara til að sýna hversu heimskuleg röksemdarfærsla hæstvirts forsætisráðherra er...

Að lokum legg ég til að vísitla lána verði leiðrétt um að minnsta kosti 20%


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Það er líka afskaplega öfugsnúið að ef bjór og sígarettur hækka í verði, þá þarf ég að borga meira fyrir húsið mitt.

S Kristján Ingimarsson, 4.6.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála þér. Núna er það nýjasta hjá henni að vandamálið sé e.t.v. ekkert svo svakalegt því einhver x prósent landsmanna eru sko í skilum!!!!!

Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Heilög Jóhanna hefur alltaf verið best í orði en ekki á borði... því miður...

Ég keypti eitt sinn íbúð í félagslega kerfinu þegar Jóhanna var félagsmálaráðherra og afborganir hækkuðu um rúm 100% í hennar stjórnartíð, r+att fyrir að hún væri alltaf talinn vinur "litlamannsins"

Ekki hjálpaði neitt af því sem hún lagði þá til málana og síðan hef ég litið álit haft á þessar ágætu konu sem pólitíkus...

Það er eiginlega betra að kjósa einhvern af "nýfrjálshyggju gaurum" sjálfstæðisflokks, þar veit maður þó hvað maður hefur...

Eiður Ragnarsson, 5.6.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband