Skrifstofufárviðri............

Það hefði átt að loka öllum fyrirtækjum hér á Reyðarfirði í dag vegna veðurs.  Bærðist varla hár á höfði heiskýrt og þegar mest var rúmlega 19 stiga hiti.

Þetta er líklega heitasti dagur í apríl mánuði í áraraðir.  Ég hefði gjarnan kosið að vera bara að slæpast heima við að taka til í garðinum (ekki veitir af) en það er nú einu sinni þannig með þessa blessaða vinnu hún er alltaf að eyðileggja fyrir manni frítímann.  En þó að hitin sé ljúfur þá er ég ekki viss um að ég myndi kæra mig um mjög marga svona daga í röð, en það er bara ég, og ég hef nú oft þótt sérlundaður þegar smekkur á veðri er annarsvegar.

Ég man eftir því þegar ég kom frá Danmörku einu sinni, og var búinn að vera þar og í Noregi í eina viku, í mjög góðu veðri hvað ég var ánægður að lenda á Akureyrarflugvelli í rigningu og 6° hita.  Helgi, Linda og Steinunn sem voru samferða mér sögðu að ég væri kolruglaður, þegar ég tjáði mig um ágæti íslensks veðurfars.

En svona er þetta bara það er misjafnt hvað mönnum finnst.

 Nóg um veðri í bili

Eiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég persónulega hefði ekkert á móti nokkrum svona mánuðum á ári svona 11 kannski enn misjafn er smekkur manna á veðri einsog maðurinn sagði.
Annars þrælskemmtileg síða hjá þér Eiður, ég er nú kannski ekki sammála öllu sem þú skrifar enn það er bara einsog það er.

Minni fólk bara annars á að kjósa biðlistann

Hákon, baráttusætismaður á Biðlistanum. (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband