Rafmagnsleysi...

Hvað myndi gerast ef að allt stór-Hafnarfjarðarsvæðið yrði rafmagnslaust í heila viku eða meir??

Horfði á þátt á Discovery Channel þar sem sagt var frá miklu frostregni sem sleit allar rafmagnslínur til Montreal nema eina.  Það þarf ekki að fara neitt vandlega yfir það hvað það þýddi fyrir þessa miljónaborg í Kanada. 

Við erum orðin svo háð tækni til að draga fram lífið, að það liggur við að rafmagn sé okkur mikilvægara en matur, og að missa rafmagn í meira en einn til tvo daga, er eitthvað sem flestum þykir frekar óskemmtileg tilhugsun.

Ég man eftir því þegar ég var krakki heima á Djúpavogi, að það varð stundum rafmagnslaust, en í minningunni flylgdi því lítið vesen, en það skýrist kanski af því að maður var nú varla stiginn úr bleyjunni.   Ef ég man rétt þá varð einu sinni rafmagnslaust á Djúpavogi í tvær vikur yfir jól þegar spennustöð Rarik brann.  (vinsamlegast leiðréttið mig ef ég fer með ragnt mál)

Getur einhver sem er á svipuðu reki og ég, og hefur aldrei upplifað rafmagnsleysi af neinu tagi ímyndað sér Jól án rafmagns????  Ég á allavega í vanræðum með það!!

Nei bara svona vangaveltur.........


mbl.is Öllum hefur verið bjargað úr skíðalyftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki þig ekki neitt...rakst á bloggið þitt af mbl.is

Varð samt að segja að ég upplifði næstum því jól án rafmagns núna síðustu jól. Á aðfangadagskvöld kringum 5 þegar allt var á fullu í eldhúsinu, allir að hafa sig til, blása á sér hárið o.s.frv., þá slær rafmagninu út á bænum okkar í sveitinni...

Það reddaðist reyndar að lokum, svona hálftíma seinna og við höfðum bara hálftíma seinkun á öllum hátíðarhöldunum...var svosem ekkert athugavert við það, hehe...

En þetta var án efa svolítið skrítið, því maður hugsaði sér strax að við þyrftum að borða kalda afganga en engan jólamat nema hann væri hálfeldaður, myndi vera ómálaður og með óblásið hár o.s.frv....en það hefði nú bara verið kósý -kertaljós og notalegheit...

Kv. Sólrún Ásta.

Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 14:58

2 identicon

sæll Eiður ..þar sem ég er nú gamall sveitungi þinn að austan og dáldið eldri og var orðinn nokkuð stálpaður þegar rarik brann á sínum tíma , ég held að það hafi nú reyndar ekki verið rafmagnslaust lengi ..mesta lagi 2-3 daga en nátturulega þar sem þú varst smá polli á þessum tíma þá hefur þér fundist þetta verið mun lengri tími.

kv.

þorsteinn 

þorsteinn (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband