12.7.2006 | 11:54
Þjóðvegurinn (numero uno)
Ég greip á hlaupum í gær Bændablaðið iná Olís og var síðan að fletta því í morgun. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en ég rakst á athyglisverða grein um jarðgöng undir Tröllaskaga þar. Þar voru viðraðir ýmis kostir í þeirri stöðu, eins og gerist og gengur um þegar möguleg göt í fjallgarða eru rædd. En það var hinsvegar ekki það sem vakti athygi mína í greininni, heldur skoðanakönnun sem Leið ehf lét gera fyrir sig um hálendisveg milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Í þeirri skoðannakönnun kom m.a. fram að mikill meirihluti þeirra sem afstöðu tóku vildu að þjóðvegur eitt tengdi saman byggðirnar í stað þess að fara styðstu leið yfir hálendið. Merkileg skilaboð það, skyldi þetta eiga við um Austfirðinga líka??
Þetta styrkir mig í þeirri vissu að þjóðvegur eitt á að vera um firði hér fyrir austan, og annað á ekki að ræða, svo einfalt er það í mínum huga. Það er sú leið sem skynsamlegust er, með tiliti til öryggis vegfarenda og einnig eru það hagsmunir Austfirðinga að vegur nr 1 tengi sem flestar byggðir saman með öruggum heilsárssamgöngum.
Ef við höfum það eitt að markmiði að stytta hringvegin þá er ég með bæði einfalda og ódýra lausn á því: Við leggjum tvíbreiðan malbikaðan veg í kringum Fjórðungsöldu og málið er dautt!!!!!
this is the road to.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.